„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar 12. október 2011 06:00 Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar