„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar 12. október 2011 06:00 Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar