Háskóli Íslands 100 ára (einsemd!) 29. september 2011 06:00 Háskóli Íslands er 100 ára á þessu ári. Er látið í það skína að hann muni brátt verða meðal 100 bestu háskóla í heimi en hvernig miðar? Svarið er í síðustu könnun QS stofnunarinnar (topuniversities.com) á 2.000 háskólum sem birtist á vefsíðu mbl.is þann 6.9. og sagt var frá í Fréttablaðinu 7.9. Efst er nú Cambridge síðan Harvard, MIT og þá Yale. Háskóli Íslands finnst ekki meðal efstu 400. Vægi háskólastofnana fer ekki eftir hátæknibyggingum heldur vísindavinnu starfsmanna þeirra sem leitast við að fá niðurstöður rannsókna sinna birtar sem greinar í virtum ritrýndum tímaritum. Viðtökur annarra vísindamanna á niðurstöðum til nota í frekari rannsóknum og þeir skrá síðan sem tilvitnun (citation) er talinn mikilvægur mælikvarði á vægi rannsókna. Fyrrverandi háskólarektor benti m.a. á þýðingu tilvitnana. Það hefur einnig komið vel fram á vísindaráðstefnum á vegum RANNÍS, verið notað við mat á deildum Háskólans og var vitnað til í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands árið 2005. Yfirlit yfir vísindagreinar og tilvitnanatíðni í þær má sjá í gagnagrunninum Science Citation Index (SCI), sem nær aftur til ársins 1945. SCI var upphaflega eingöngu í bókarformi og greindi aðeins frá fyrsta höfundi en var síðar tölvuvæddur og sýnir einnig meðhöfunda en hlutur fyrsta höfundar er almennt talinn mestur. Gagnagrunnurinn er nú aðgengilegur á netinu. Við athugun á vísindavinnu er þannig auðvelt fyrir hvern sem er að fá yfirlit yfir birtar greinar sem og tilvitnanatíðni í þær og þannig raunsæja hugmynd um vægi vísindamanns. Við úrtakskönnun á tilvitnanatíðni í verk bandarískra læknaprófessora og höfunda kennslubókar í lyflæknisfræði fundust allt upp í 16.000 tilvitnanir í vísindaverk einstaklings en flestir voru með milli 1.000-1.800 tilvitnanir. Árið 1999 birtist í Náttúrufræðingnum grein um tíðni tilvitnana í verk íslenskra vísindamanna sem fyrsta höfundar. Fundust tilvitnanir í verk 490 einstaklinga af um 600 sem var kannað. Dreifingin var frá einni upp í hæst 3.773 tilvitnanir á þeim tíma. Aðeins 29,2% vísindamanna höfðu náð meira en 100 tilvitnunum, 3,7% meira en 500 og 2,9% meira en 1.000. Eins og sjá mátti í greininni voru þekktir vísindamenn efstir. Könnuninni hefur verið haldið lauslega áfram og nær nú til tæplega 900 einstaklinga. Dreifingin er svipuð, þ.e. 2,6% með meira en 1.000 tilvitnanir, 1,3% hærri en 1.500 og 0,8% hærri en 2.000. Þrír einstaklingar eða 0,3% hafa náð meira en 3.000 tilvitnunum, hæstur sem fyrr er Sigurður Helgason stærðfræðiprófessor við MIT með um 6.000 tilvitnanir. Erlendir háskólar með metnað keppast um að ráða til sín hæfustu vísindamennina og oft eru settar á stofn nefndir til að leita að og semja við þá, en hvað gerir Háskóli Íslands sem ætlar sér að verða meðal 100 bestu! Eins og fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á H.Í. árið 2005 hafa oft orðið deilur um ráðningar í mörgum deildum Háskóla Íslands. Deilt hefur verið um vinnu stöðunefnda og niðurstöður þeirra jafnvel leitt til málaferla án þess að mati stöðunefnda hafi nokkrum sinnum verið hnekkt hvorki af viðkomandi háskóladeildum né dómstólum. Af fimm efstu íslensku vísindamönnunum sem náð hafa um 2.500-3.600 tilvitnunum og eru meðal þeirra efstu 0,6%, sóttu 3 um stöðu við Háskóla Íslands, öllum var hafnað en þeir síðan orðið prófessorar við erlenda háskóla og þekktir vísindamenn á alþjóðavettvangi. Þeir sem ráðnir voru höfðu milli 110-180 tilvitnanir. Einstaklingur sem náði aðeins um 50 tilvitnunum var ráðinn sem prófessor en annar sem náð hefur 1.200 tilvitnunum var hafnað. Sá varð prófessor við danskan háskóla. Einstaklingur með langlægstu tilvitnanatíðni var ráðinn sem prófessor en sá með flestar allra umsækjenda eða um 100 tilvitnanir talinn óhæfur. Einstaklingur með enga tilvitnun var ráðinn í stjórnunarstöðu á háskólastofnun en umsækjendum sem náð hafa allt að 1.000 hafnað. Einn þeirra var síðar ráðinn í samskonar stöðu við fremstu stofnun á Norðurlöndum. Af 11 hæstu læknum hvað snertir tilvitnanatíðni hafa 7 boðið Háskóla Íslands þjónustu sína með umsóknum um stöður, þremur var hafnað. Meðaltilvitnanatíðni í vísindagreinar starfsmanna Háskóla Íslands var 4,11 samkvæmt Ríkisendurskoðun árið 2005. Einstaklingur með yfir 500 tilvitnanir í eina grein og kennslureynslu og tilboð frá einum fremsta læknaskóla í heiminum er ekki talinn nothæfur við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands sem ætlar sér að verða meðal 100 bestu í heiminum hefur hafnað og ekki talið nothæfa umsækjendur sem hafa numið og kennt m.a. við Karólínsku stofnunina, Háskólann í Lundi, Harvard, Yale eða Kings College. Skaðinn á slíku fyrir þjóðfélagið er ekki aðeins vannýting á hæfum starfskröftum heldur ekki síður að tengsl þeirra við erlendar menntastofnanir nýtast ekki. Vandinn við ráðningarferli Háskóla Íslands er hlutverk og vald stöðu/dómnefnda, íslenska kunningsskaparkerfið og siðleysið. Stöðunefndirnar hafa algjört vald til að meta einstaklinga að eigin geðþótta og getað snúið alþjóðlegum viðmiðunum á haus og raðað einstaklingum og jafnvel dæmt þá óhæfa án þess að viðkomandi háskóladeildir geti breytt því. Málskotsréttur er enginn hvorki innan Háskólans né í dómskerfinu. Við erlendar stofnanir yrði alltaf að taka rökstuddar athugasemdir til greina og dómstólaleiðir væru opnar. Mótmæli og jafnvel málaferli hafa verið gagnslaus, hvorki Hæstiréttur, menntamálaráðuneyti né Umboðsmaður Alþingis hafa haft dómgreind, djörfung og dug til að sporna við. Getur háskóli sem hafnar afburðamönnum og oft virðist ráða þriðja besta umsækjanda eða neðar orðið annað en þriðja flokks skóli? Yfirlýsingar forráðamanna skólans um að verða brátt meðal 100 bestu er fáránleg blekking. Skólinn þyrfti ekki að vera í einsemd á botninum næstu 100 árin ef grundvallarreglur lýðræðis væru innleiddar svo sem málskotsréttur umsækjenda eins og gerist í siðmenntuðum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er 100 ára á þessu ári. Er látið í það skína að hann muni brátt verða meðal 100 bestu háskóla í heimi en hvernig miðar? Svarið er í síðustu könnun QS stofnunarinnar (topuniversities.com) á 2.000 háskólum sem birtist á vefsíðu mbl.is þann 6.9. og sagt var frá í Fréttablaðinu 7.9. Efst er nú Cambridge síðan Harvard, MIT og þá Yale. Háskóli Íslands finnst ekki meðal efstu 400. Vægi háskólastofnana fer ekki eftir hátæknibyggingum heldur vísindavinnu starfsmanna þeirra sem leitast við að fá niðurstöður rannsókna sinna birtar sem greinar í virtum ritrýndum tímaritum. Viðtökur annarra vísindamanna á niðurstöðum til nota í frekari rannsóknum og þeir skrá síðan sem tilvitnun (citation) er talinn mikilvægur mælikvarði á vægi rannsókna. Fyrrverandi háskólarektor benti m.a. á þýðingu tilvitnana. Það hefur einnig komið vel fram á vísindaráðstefnum á vegum RANNÍS, verið notað við mat á deildum Háskólans og var vitnað til í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands árið 2005. Yfirlit yfir vísindagreinar og tilvitnanatíðni í þær má sjá í gagnagrunninum Science Citation Index (SCI), sem nær aftur til ársins 1945. SCI var upphaflega eingöngu í bókarformi og greindi aðeins frá fyrsta höfundi en var síðar tölvuvæddur og sýnir einnig meðhöfunda en hlutur fyrsta höfundar er almennt talinn mestur. Gagnagrunnurinn er nú aðgengilegur á netinu. Við athugun á vísindavinnu er þannig auðvelt fyrir hvern sem er að fá yfirlit yfir birtar greinar sem og tilvitnanatíðni í þær og þannig raunsæja hugmynd um vægi vísindamanns. Við úrtakskönnun á tilvitnanatíðni í verk bandarískra læknaprófessora og höfunda kennslubókar í lyflæknisfræði fundust allt upp í 16.000 tilvitnanir í vísindaverk einstaklings en flestir voru með milli 1.000-1.800 tilvitnanir. Árið 1999 birtist í Náttúrufræðingnum grein um tíðni tilvitnana í verk íslenskra vísindamanna sem fyrsta höfundar. Fundust tilvitnanir í verk 490 einstaklinga af um 600 sem var kannað. Dreifingin var frá einni upp í hæst 3.773 tilvitnanir á þeim tíma. Aðeins 29,2% vísindamanna höfðu náð meira en 100 tilvitnunum, 3,7% meira en 500 og 2,9% meira en 1.000. Eins og sjá mátti í greininni voru þekktir vísindamenn efstir. Könnuninni hefur verið haldið lauslega áfram og nær nú til tæplega 900 einstaklinga. Dreifingin er svipuð, þ.e. 2,6% með meira en 1.000 tilvitnanir, 1,3% hærri en 1.500 og 0,8% hærri en 2.000. Þrír einstaklingar eða 0,3% hafa náð meira en 3.000 tilvitnunum, hæstur sem fyrr er Sigurður Helgason stærðfræðiprófessor við MIT með um 6.000 tilvitnanir. Erlendir háskólar með metnað keppast um að ráða til sín hæfustu vísindamennina og oft eru settar á stofn nefndir til að leita að og semja við þá, en hvað gerir Háskóli Íslands sem ætlar sér að verða meðal 100 bestu! Eins og fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á H.Í. árið 2005 hafa oft orðið deilur um ráðningar í mörgum deildum Háskóla Íslands. Deilt hefur verið um vinnu stöðunefnda og niðurstöður þeirra jafnvel leitt til málaferla án þess að mati stöðunefnda hafi nokkrum sinnum verið hnekkt hvorki af viðkomandi háskóladeildum né dómstólum. Af fimm efstu íslensku vísindamönnunum sem náð hafa um 2.500-3.600 tilvitnunum og eru meðal þeirra efstu 0,6%, sóttu 3 um stöðu við Háskóla Íslands, öllum var hafnað en þeir síðan orðið prófessorar við erlenda háskóla og þekktir vísindamenn á alþjóðavettvangi. Þeir sem ráðnir voru höfðu milli 110-180 tilvitnanir. Einstaklingur sem náði aðeins um 50 tilvitnunum var ráðinn sem prófessor en annar sem náð hefur 1.200 tilvitnunum var hafnað. Sá varð prófessor við danskan háskóla. Einstaklingur með langlægstu tilvitnanatíðni var ráðinn sem prófessor en sá með flestar allra umsækjenda eða um 100 tilvitnanir talinn óhæfur. Einstaklingur með enga tilvitnun var ráðinn í stjórnunarstöðu á háskólastofnun en umsækjendum sem náð hafa allt að 1.000 hafnað. Einn þeirra var síðar ráðinn í samskonar stöðu við fremstu stofnun á Norðurlöndum. Af 11 hæstu læknum hvað snertir tilvitnanatíðni hafa 7 boðið Háskóla Íslands þjónustu sína með umsóknum um stöður, þremur var hafnað. Meðaltilvitnanatíðni í vísindagreinar starfsmanna Háskóla Íslands var 4,11 samkvæmt Ríkisendurskoðun árið 2005. Einstaklingur með yfir 500 tilvitnanir í eina grein og kennslureynslu og tilboð frá einum fremsta læknaskóla í heiminum er ekki talinn nothæfur við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands sem ætlar sér að verða meðal 100 bestu í heiminum hefur hafnað og ekki talið nothæfa umsækjendur sem hafa numið og kennt m.a. við Karólínsku stofnunina, Háskólann í Lundi, Harvard, Yale eða Kings College. Skaðinn á slíku fyrir þjóðfélagið er ekki aðeins vannýting á hæfum starfskröftum heldur ekki síður að tengsl þeirra við erlendar menntastofnanir nýtast ekki. Vandinn við ráðningarferli Háskóla Íslands er hlutverk og vald stöðu/dómnefnda, íslenska kunningsskaparkerfið og siðleysið. Stöðunefndirnar hafa algjört vald til að meta einstaklinga að eigin geðþótta og getað snúið alþjóðlegum viðmiðunum á haus og raðað einstaklingum og jafnvel dæmt þá óhæfa án þess að viðkomandi háskóladeildir geti breytt því. Málskotsréttur er enginn hvorki innan Háskólans né í dómskerfinu. Við erlendar stofnanir yrði alltaf að taka rökstuddar athugasemdir til greina og dómstólaleiðir væru opnar. Mótmæli og jafnvel málaferli hafa verið gagnslaus, hvorki Hæstiréttur, menntamálaráðuneyti né Umboðsmaður Alþingis hafa haft dómgreind, djörfung og dug til að sporna við. Getur háskóli sem hafnar afburðamönnum og oft virðist ráða þriðja besta umsækjanda eða neðar orðið annað en þriðja flokks skóli? Yfirlýsingar forráðamanna skólans um að verða brátt meðal 100 bestu er fáránleg blekking. Skólinn þyrfti ekki að vera í einsemd á botninum næstu 100 árin ef grundvallarreglur lýðræðis væru innleiddar svo sem málskotsréttur umsækjenda eins og gerist í siðmenntuðum löndum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun