Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar 3. september 2011 06:00 Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar