Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun