Djöfullinn sjálfur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar