Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun