Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: „…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…" Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. Hann sagði þau ekki boða endalok NATO en ætluð til að vekja fólk upp. Minna má á að tilgangur NATO var að verja skilgreint svæði aðildarríkjanna gegn árás en vissulega ekki stríðsrekstur í Asíu, sem varla verður sagt að Evrópuþjóðir hafi sinnt af miklum áhuga. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart hryðjuverkaöflunum gera ráð fyrir verulegri heimkvaðningu herliðs. Í stað þátttöku í hernaði sjái ameríski herinn innan tíðar um þjálfun heimamanna. Í algjörum forgangi vestra eru efnahagslegar aðgerðir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysið; sögulegt met í verðfalli fasteigna og geypimikil skuldsetning ríkisins er fjötur um fót. Varla verða ríkisútgjöld til hernaðarreksturs lengi varin með skírskotun til þjóðarhagsmuna, þegar fyrsta fall lánshæfismats Bandaríkjanna kemur í kjölfar þess að greiðsluþroti ríkisins var naumlega forðað. Í ofanálag hefur komið stórlækkun á hlutabréfamörkuðum með Wall Street í broddi fylkingar. Í öllu róti dagsins er mörg umræða í biðstöðu. Má þar nefna varnarmál okkar en hvað þau varðar er rétt að líta fyrst um öxl. Það var vissulega rétt hjá Þorsteini Pálssyni að með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 tóku Íslendingar þá ákvörðun að deila stefnumörkun í öryggis- og varnarmálum með evrópskum grannríkjum. Markmið vestræns samstarfs voru víðtækari en landvarnir. Marshall-aðstoðinni var stýrt af systurstofnun NATO, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu OEEC (síðar OECD) en þær tvær stofnanir voru þá í sama borgarhverfi í París. OEEC stefndi að fríverslun með afnámi hafta en úr þeim farvegi kemur Rómarsamningurinn um enn nánari efnahagslega samvinnu, misheppnuð tilraun OEEC 1957-"59 að efna til evrópsks fríverslunarsvæðis og loks EFTA 1960. Ísland tók þátt í OEEC-viðræðunum um fríverslun í Evrópu og verður um síðir aðili að EFTA og EES og þar með fullgildur þátttakandi einnig í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja. Með þátttöku í NATO, tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veigamikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vinaríkja í Evrópu. Nú taka þau virkan þátt í loftrýmisgæslu hér. Staða Íslands í vörnum Evrópu breyttist ekki við lok kalda stríðsins. Hin mikla breyting verður við árás al Qaeda á Tvíburaturnana, þann vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna að megináhersla þeirra verður stríð gegn hryðjuverkaöflum. Norður-Atlantshafssvæðið hverfur út úr fyrri forgangsröðun um öryggi, einkum með brottförinni frá Keflavík. Að vísu fær norðurskautið nýtt vægi vegna loftslagsbreytinga, bráðnunar íshellu norðurpólsins og auðveldari nýtingu olíu og gass á hafsbotninum. Þau mál eru til umræðu í Norðurskautsráðinu en aðilar þess eru Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Finnland. Vegna sameiginlegra hagsmuna er allt vígbúnaðarkapphlaup á þessu svæði meiningarlaust. Allt mælir með frekari samvinnu um öryggismál NATO-ríkjanna í Norðurskautsráðinu við Rússland, Svíþjóð og Finnland. Við breyttar aðstæður bíða okkar væntanlega nýir möguleikar. Innan Norðurskautsráðsins mætti eiga Bandaríkin að samstarfsaðila í þróun Keflavíkurstöðvarinnar sem miðstöð umhverfiseftirlits og til leita- og björgunaraðgerða. Reynsla Landhelgisgæslunnar, Almannavarna og íslenskra björgunarsveita kæmi þar að góðu gagni. Ísland og Bandaríkin, gamlar vina- og bandalagsþjóðir, geta fundið nýjar leiðir til samstarfs eftir að veru varnarliðs hér er lokið fyrir fullt og allt. Eftir stendur varnarsamningurinn frá 1951 og samráð honum tengt. NATO byggir á V. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. Þótt óánægja sé í Bandaríkjunum með slaka þátttöku Evrópuríkja í sameiginlegum vörnum, hefur hvergi komið fram að breyting verði á sjálfum kjarna skuldbindinganna. Hitt er annað mál og liggur í hlutarins eðli, að Evrópuþjóðir sinni sjálfar sínum vörnum í vaxandi mæli. Það verður væntanlega á vegum Evrópusambandsins og sjálfsögð frekari trygging fyrir sjálfstæði Íslands er að vera innan landamæra þess sem aðildarríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: „…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…" Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. Hann sagði þau ekki boða endalok NATO en ætluð til að vekja fólk upp. Minna má á að tilgangur NATO var að verja skilgreint svæði aðildarríkjanna gegn árás en vissulega ekki stríðsrekstur í Asíu, sem varla verður sagt að Evrópuþjóðir hafi sinnt af miklum áhuga. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart hryðjuverkaöflunum gera ráð fyrir verulegri heimkvaðningu herliðs. Í stað þátttöku í hernaði sjái ameríski herinn innan tíðar um þjálfun heimamanna. Í algjörum forgangi vestra eru efnahagslegar aðgerðir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysið; sögulegt met í verðfalli fasteigna og geypimikil skuldsetning ríkisins er fjötur um fót. Varla verða ríkisútgjöld til hernaðarreksturs lengi varin með skírskotun til þjóðarhagsmuna, þegar fyrsta fall lánshæfismats Bandaríkjanna kemur í kjölfar þess að greiðsluþroti ríkisins var naumlega forðað. Í ofanálag hefur komið stórlækkun á hlutabréfamörkuðum með Wall Street í broddi fylkingar. Í öllu róti dagsins er mörg umræða í biðstöðu. Má þar nefna varnarmál okkar en hvað þau varðar er rétt að líta fyrst um öxl. Það var vissulega rétt hjá Þorsteini Pálssyni að með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 tóku Íslendingar þá ákvörðun að deila stefnumörkun í öryggis- og varnarmálum með evrópskum grannríkjum. Markmið vestræns samstarfs voru víðtækari en landvarnir. Marshall-aðstoðinni var stýrt af systurstofnun NATO, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu OEEC (síðar OECD) en þær tvær stofnanir voru þá í sama borgarhverfi í París. OEEC stefndi að fríverslun með afnámi hafta en úr þeim farvegi kemur Rómarsamningurinn um enn nánari efnahagslega samvinnu, misheppnuð tilraun OEEC 1957-"59 að efna til evrópsks fríverslunarsvæðis og loks EFTA 1960. Ísland tók þátt í OEEC-viðræðunum um fríverslun í Evrópu og verður um síðir aðili að EFTA og EES og þar með fullgildur þátttakandi einnig í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja. Með þátttöku í NATO, tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veigamikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vinaríkja í Evrópu. Nú taka þau virkan þátt í loftrýmisgæslu hér. Staða Íslands í vörnum Evrópu breyttist ekki við lok kalda stríðsins. Hin mikla breyting verður við árás al Qaeda á Tvíburaturnana, þann vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna að megináhersla þeirra verður stríð gegn hryðjuverkaöflum. Norður-Atlantshafssvæðið hverfur út úr fyrri forgangsröðun um öryggi, einkum með brottförinni frá Keflavík. Að vísu fær norðurskautið nýtt vægi vegna loftslagsbreytinga, bráðnunar íshellu norðurpólsins og auðveldari nýtingu olíu og gass á hafsbotninum. Þau mál eru til umræðu í Norðurskautsráðinu en aðilar þess eru Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Finnland. Vegna sameiginlegra hagsmuna er allt vígbúnaðarkapphlaup á þessu svæði meiningarlaust. Allt mælir með frekari samvinnu um öryggismál NATO-ríkjanna í Norðurskautsráðinu við Rússland, Svíþjóð og Finnland. Við breyttar aðstæður bíða okkar væntanlega nýir möguleikar. Innan Norðurskautsráðsins mætti eiga Bandaríkin að samstarfsaðila í þróun Keflavíkurstöðvarinnar sem miðstöð umhverfiseftirlits og til leita- og björgunaraðgerða. Reynsla Landhelgisgæslunnar, Almannavarna og íslenskra björgunarsveita kæmi þar að góðu gagni. Ísland og Bandaríkin, gamlar vina- og bandalagsþjóðir, geta fundið nýjar leiðir til samstarfs eftir að veru varnarliðs hér er lokið fyrir fullt og allt. Eftir stendur varnarsamningurinn frá 1951 og samráð honum tengt. NATO byggir á V. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. Þótt óánægja sé í Bandaríkjunum með slaka þátttöku Evrópuríkja í sameiginlegum vörnum, hefur hvergi komið fram að breyting verði á sjálfum kjarna skuldbindinganna. Hitt er annað mál og liggur í hlutarins eðli, að Evrópuþjóðir sinni sjálfar sínum vörnum í vaxandi mæli. Það verður væntanlega á vegum Evrópusambandsins og sjálfsögð frekari trygging fyrir sjálfstæði Íslands er að vera innan landamæra þess sem aðildarríki.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun