Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar