(Ó)verðtryggð lán Már Wolfgang Mixa skrifar 23. maí 2011 07:00 Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar