Ég segi já Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun