Lágmörkum áhættu og segjum NEI Átta hagfræðingar skrifar 6. apríl 2011 08:00 Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið lög til heimildar á staðfestingu nýjustu Icesave-samninganna en forseti lýðveldisins synjaði þeim staðfestingar. Gengur þjóðin því til atkvæðagreiðslu um lögin nk. laugardag, þann 9. apríl. Við undirritaðir viljum hér gera stutta grein fyrir því hvers vegna við teljum farsælast fyrir þjóðina að hafna samningunum. Áhættusamir samningarFullyrðingar um að kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna sé aðeins nokkrir tugir milljarða eru reistar á forsendum um mjög hagstæða þróun ákveðinna lykilstærða. Þetta kostnaðarmat hvílir á hagstæðri þróun gengis og eignasafns þrotabúsins. Það er hins vegar ljóst að lítið þarf út af að bregða til að upphæð þessarar skuldbindingar margfaldist og þar með byrði íslensku þjóðarinnar, jafnvel til áratuga. Slíkt er undirstrikað með því að hægt er að framlengja samningana til næstu 35 ára. GjaldeyrisáhættaSeðlabanki Íslands metur það svo að falli gengi krónunnar um 25% á tímabilinu til 2016 þrefaldast skuldbinding þjóðarinnar vegna Icesave. Séð í sögulegu samhengi er sú lækkun alls ekki ótrúleg. Þar má einnig taka mið af núverandi aflandsgengi krónunnar sem er 40-60% lægra en opinbert gengi innanlands er í skjóli gjaldeyrishafta. GjaldeyrishöftHætt er við að samþykkt samninganna muni framlengja gjaldeyrishöftin til margra ára, eins og reyndar ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Þessi höft eru til mikils skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir að hagkerfið vaxi af krafti. Þá eru þau ekki fullkomin trygging fyrir því að gengi krónunnar falli ekki, enda ræðst gengið af þróun efnahagsmála en ekki óskhyggju einstakra stofnana um verð hennar. JafnvægisraungengiÞví hefur verið haldið fram að jafnvægisraungengi muni leita til fyrra jafnvægis og því sé gjaldeyrisáhættan hverfandi. Jafnvægisraungengi síðustu 8-10 ár var óeðlilega hátt, m.a. vegna útlánabólu og innstreymis á erlendu fjármagni sem leiddi til styrkingar krónu óháð öllum grundvallar jafnvægislögmálum. Þróun gengis allra næstu árin ræður mestu um mögulegt tjón sem Icesave-samningarnir geta valdið íslenskum efnahag og raungengi getur verið fjarri langtíma meðaltali í fjölda ára í senn. Þá má benda á að raungengi krónu á móti bresku pundi í dag er ekki veikara heldur þvert á móti sterkara en það var fyrir 10 árum. Allar væntingar um að raungengi krónunnar styrkist verulega á næstu árum eru vægast sagt ótraustar. Aðgangur að lánsféÞá er fullyrt að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Íslensk fyrirtæki með gott rekstrarhæfi hafa aðgang að erlendri fjármögnun, eins og dæmin sanna. Það sem helst torveldar aðgang að erlendu lánsfjármagni nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, haftastefnan hérlendis og óvissa efnahagsmála í hagkerfi í djúpri kreppu. Álit Moody's og lánshæfimatÞví hefur verið haldið fram að samþykkt samninganna bæti lánshæfimat Íslands. Gott langtíma lánshæfimat Íslands hvílir á traustum efnahag, hóflegri skuldsetningu og áhættu. Lánshæfimatsfyrirtækið Moody's hefur lýst því yfir að höfnun Icesave hafi neikvæð áhrif á lánshæfimat íslenska ríkisins. Úttektin er 2 blaðsíður að lengd og alls ekki fullnægjandi! Ekki er að sjá að fulltrúar fyrirtækisins hafi kynnt sér samninginn með tilhlýðilegum hætti enda er niðurstaðan illa rökstudd. Ekki er rúm til að hrekja alla gallana í röksemdafærslu Moody's en minnt er á að fyrirtækið mat íslensku bankana meðal traustustu skuldara heims rétt áður en þeir hrundu. Minni áhætta af dómstólaleiðSterk rök hafa verið færð fyrir því að Bretar og Hollendingar hafi ekkert mál að byggja á fyrir dómi. Samkvæmt því er líklegast að íslenska ríkið taki ekki á sig neinn kostnað verði samningum hafnað. Ef allt færi hins vegar á versta veg í samræmi við áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010, þá felur það í sér minni fjárhagslega áhættu en samningurinn sjálfur, þróist gengi krónunnar örlítið á verri veg. Þar til viðbótar er komið í veg fyrir greiðslufalls-áhættu ríkissjóðs vegna skulda í erlendri mynt. Þess ber einnig að geta að Bretar og Hollendingar fá umtalsvert hærri greiðslur ef þjóðin segir nei en þeir hefðu fengið hefði tilskipun ESB verið látin gilda en ekki neyðarlögin. NiðurstaðaAð öllu samanlögðu er það mat okkar að efnahagsleg áhætta Icesave-samningsins sé of mikil og mun meiri en væri honum hafnað. Að segja nei er að okkar mati sú leið sem er bæði sanngjörn og sú sem lágmarkar efnahagslega áhættu Íslands. Við segjum því NEI við Icesave.Birgir Þór Runólfsson, dósent við HÍ og hagfræðingurJón Helgi Egilsson, verkfræðingur og hagfræðingurKári Sigurðsson, dósent við HR og hagfræðingurÓlafur Margeirsson, hagfræðingurRagnar Árnason, prófessor við HÍ og hagfræðingurSigurgeir Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingurSveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Ólafur Margeirsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið lög til heimildar á staðfestingu nýjustu Icesave-samninganna en forseti lýðveldisins synjaði þeim staðfestingar. Gengur þjóðin því til atkvæðagreiðslu um lögin nk. laugardag, þann 9. apríl. Við undirritaðir viljum hér gera stutta grein fyrir því hvers vegna við teljum farsælast fyrir þjóðina að hafna samningunum. Áhættusamir samningarFullyrðingar um að kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna sé aðeins nokkrir tugir milljarða eru reistar á forsendum um mjög hagstæða þróun ákveðinna lykilstærða. Þetta kostnaðarmat hvílir á hagstæðri þróun gengis og eignasafns þrotabúsins. Það er hins vegar ljóst að lítið þarf út af að bregða til að upphæð þessarar skuldbindingar margfaldist og þar með byrði íslensku þjóðarinnar, jafnvel til áratuga. Slíkt er undirstrikað með því að hægt er að framlengja samningana til næstu 35 ára. GjaldeyrisáhættaSeðlabanki Íslands metur það svo að falli gengi krónunnar um 25% á tímabilinu til 2016 þrefaldast skuldbinding þjóðarinnar vegna Icesave. Séð í sögulegu samhengi er sú lækkun alls ekki ótrúleg. Þar má einnig taka mið af núverandi aflandsgengi krónunnar sem er 40-60% lægra en opinbert gengi innanlands er í skjóli gjaldeyrishafta. GjaldeyrishöftHætt er við að samþykkt samninganna muni framlengja gjaldeyrishöftin til margra ára, eins og reyndar ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Þessi höft eru til mikils skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir að hagkerfið vaxi af krafti. Þá eru þau ekki fullkomin trygging fyrir því að gengi krónunnar falli ekki, enda ræðst gengið af þróun efnahagsmála en ekki óskhyggju einstakra stofnana um verð hennar. JafnvægisraungengiÞví hefur verið haldið fram að jafnvægisraungengi muni leita til fyrra jafnvægis og því sé gjaldeyrisáhættan hverfandi. Jafnvægisraungengi síðustu 8-10 ár var óeðlilega hátt, m.a. vegna útlánabólu og innstreymis á erlendu fjármagni sem leiddi til styrkingar krónu óháð öllum grundvallar jafnvægislögmálum. Þróun gengis allra næstu árin ræður mestu um mögulegt tjón sem Icesave-samningarnir geta valdið íslenskum efnahag og raungengi getur verið fjarri langtíma meðaltali í fjölda ára í senn. Þá má benda á að raungengi krónu á móti bresku pundi í dag er ekki veikara heldur þvert á móti sterkara en það var fyrir 10 árum. Allar væntingar um að raungengi krónunnar styrkist verulega á næstu árum eru vægast sagt ótraustar. Aðgangur að lánsféÞá er fullyrt að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Íslensk fyrirtæki með gott rekstrarhæfi hafa aðgang að erlendri fjármögnun, eins og dæmin sanna. Það sem helst torveldar aðgang að erlendu lánsfjármagni nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, haftastefnan hérlendis og óvissa efnahagsmála í hagkerfi í djúpri kreppu. Álit Moody's og lánshæfimatÞví hefur verið haldið fram að samþykkt samninganna bæti lánshæfimat Íslands. Gott langtíma lánshæfimat Íslands hvílir á traustum efnahag, hóflegri skuldsetningu og áhættu. Lánshæfimatsfyrirtækið Moody's hefur lýst því yfir að höfnun Icesave hafi neikvæð áhrif á lánshæfimat íslenska ríkisins. Úttektin er 2 blaðsíður að lengd og alls ekki fullnægjandi! Ekki er að sjá að fulltrúar fyrirtækisins hafi kynnt sér samninginn með tilhlýðilegum hætti enda er niðurstaðan illa rökstudd. Ekki er rúm til að hrekja alla gallana í röksemdafærslu Moody's en minnt er á að fyrirtækið mat íslensku bankana meðal traustustu skuldara heims rétt áður en þeir hrundu. Minni áhætta af dómstólaleiðSterk rök hafa verið færð fyrir því að Bretar og Hollendingar hafi ekkert mál að byggja á fyrir dómi. Samkvæmt því er líklegast að íslenska ríkið taki ekki á sig neinn kostnað verði samningum hafnað. Ef allt færi hins vegar á versta veg í samræmi við áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010, þá felur það í sér minni fjárhagslega áhættu en samningurinn sjálfur, þróist gengi krónunnar örlítið á verri veg. Þar til viðbótar er komið í veg fyrir greiðslufalls-áhættu ríkissjóðs vegna skulda í erlendri mynt. Þess ber einnig að geta að Bretar og Hollendingar fá umtalsvert hærri greiðslur ef þjóðin segir nei en þeir hefðu fengið hefði tilskipun ESB verið látin gilda en ekki neyðarlögin. NiðurstaðaAð öllu samanlögðu er það mat okkar að efnahagsleg áhætta Icesave-samningsins sé of mikil og mun meiri en væri honum hafnað. Að segja nei er að okkar mati sú leið sem er bæði sanngjörn og sú sem lágmarkar efnahagslega áhættu Íslands. Við segjum því NEI við Icesave.Birgir Þór Runólfsson, dósent við HÍ og hagfræðingurJón Helgi Egilsson, verkfræðingur og hagfræðingurKári Sigurðsson, dósent við HR og hagfræðingurÓlafur Margeirsson, hagfræðingurRagnar Árnason, prófessor við HÍ og hagfræðingurSigurgeir Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingurSveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun