Eyðum óvissunni. Segjum já. Hjálmar Sveinsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Icesave Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun