Eyðum óvissunni. Segjum já. Hjálmar Sveinsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Icesave Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar