Sala fíkniefna í apótekum Teitur Guðmundsson skrifar 31. maí 2011 02:21 Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun