Sala fíkniefna í apótekum Teitur Guðmundsson skrifar 31. maí 2011 02:21 Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun