Á barnið mitt að borga Icesave, aftur? Þórhallur Hákonarson skrifar 30. mars 2011 13:56 Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun