Hugsaðu málið, Ögmundur Hjörtur Hjartarson skrifar 2. mars 2011 00:01 Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun