Yfirvald...staldra aðeins við og hlusta Nichole Leigh Mosty skrifar 25. febrúar 2011 06:45 Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón".
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar