Heimsendir er í nánd Andri Snær Magnason skrifar 20. febrúar 2011 06:00 Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun