Afríka á engan þingmann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2011 08:06 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar