Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin 14. maí 2010 09:28 Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar