Látum þá ekki eyðileggja stjórnlagaþingið Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 07:45 Það var gott að fá Óla Björn Kárason í Silfur Egils um helgina, eina þingmanninn sem greiddi atkvæði á móti lögunum um stjórnlagaþing. Óli færði í orð það sem mörgum er ofarlega í huga, að hann hygðist vinna að því að eyðileggja stjórnlagaþingið. Hann vill vinna gegn markmiði og tilgangi þingsins. Svo vel vill til, fyrir Óla Björn, að í framboði eru fulltrúar sem vilja einmitt vinna að því sama, það er að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni. Óli ætlar að mæta á kjörstað til þess að kjósa þá. Það er vandasamt að byggja upp og skapa, en auðvelt að rífa niður og eyðileggja. Á stjórnlagþingi þurfa skemmdarvargar ekkert annað að gera en þvælast fyrir. - Kjósendur ættu að hafa það í huga. Til þess að komast að þeirri niðurstöðu að engar breytingar þyrfti að gera á stjórnarskránni, þurfti Óli Björn bæði að líta framhjá staðreyndum og fara með fleipur. Hvort tveggja reyndist honum létt verk. Óli sagðist hneykslaður á þeirri vanvirðingu sem fólk sýndi stjórnarskránni, það ætti að vaða yfir hana á skítum skónum, og hreinlega brjóta hana með því að breyta henni á þann hátt sem fyrirhugað er. Óli vildi samt láta það liggja milli hluta! Við nánari umhugsun er það skiljanlegt. Óþarfi er að fjölyrða um aðferðina við fyrirhugaðar breytingarnar á stjórnarskránni. Þar er ekkert stjórnarskrárbrot á ferð. Alþingi mun samþykkja breytingarnar á tveimur þingum með kosningum á milli, og sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kemur síðan úr hörðust átt þegar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslast á því að stjórnarskránni sé sýnd vanvirðing. Enginn flokkur hefur rangtúlkað stjórnarskrána, vísvitandi, jafnherfilega og sá flokkur. Ekki þarf annað en vísa til 26. greinar í því sambandi. Flokkur Óla Björns hafði það einfaldlega þannig - eftir pólitískum hentugleika - að sú grein þýddi ekki það sem hún þýddi samkvæmt orðanna hljóðan, heldur eitthvað allt annað. - Þarna væri raunar komið tilefni út af fyrir sig til endurskoðunar, ef ekki væri um að ræða atburð sem fól í sér svívirðilega aðför að stjórnarskránni. Hávær krafa um endurskoðun stjórnarskrárinnar er til komin vegna þess almenningur vill geta ákveðið, skilið og virt þau grundvallarlög sem íslenskt samfélag er reist á, og varið þau gegn yfirgangi gamalgróinna valdastofnanna og valdafíkla. Yfirgangi þeirra sem engar breytingar vilja sjá á stjórnarskránni, engar breytingar vilja gera á samfélaginu þótt landinu hafi verið stefnt í pólitískt og efnahagslegt þrot. Óli Björn gerði mikið úr því að mörgum greinum hefði verið breytt eða bætt í stjórnarskrárna. Það er út af fyrir sig rétt. Hins vegar leit hann framhjá þeirri staðreynd og afneitaði, að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aldrei farið fram. Sú samstaða sem náðist á Alþingi um lýðveldisstjórnarskrána árið 1944 hvíldi einmitt á þeim sameiginlega skilningi að heildarendurskoðun á henni færi fram við fyrsta tækifæri. Eða, eins og segir í áliti svonefndrar milliþinganefndar frá þeim tíma: "[...] Má ætla að það starf verði öllu víðtækara og þurfi þar til að afla ýmissa gagna er nú liggja eigi fyrir, svo sem að gaumgæfa reynsu þá, er lýðræðisþjóðir heimsins óefað öðlast í þessum efnum á þeim tímum, sem nú líða yfir mannkynið. Þangað til því verki yrði lokið, ætti sú stjórnarskrá sem hér er lögð fram, að nægja, enda eru ákvæði hennar mestmegnis þau, er nú gilda í stjórnskipunarlögum hins íslenska ríkis, að breyttu hinu æðsta stjórnarformi, frá konungdæmi til lýðveldis [...]." Nokkrar atrennur hafa verið gerðar að þessari heildarendurskoðun, en þær hafa allar mistekist. Ástæðan er sú að stjórnmálaflokkarnir hafa alltaf, þegar til hefur átt að taka, tekið sérhagsmuni sína fram yfir almannahagsmuni, til stórskaða fyrir almenning og samfélagið allt. Síðast var gerð tilraun til endurskoðunar árið 2005, undir forsæti Jóns Kristjánssonar. Margar góðar hugmyndir komu út úr því starfi, ekki síst frá sérfræðingum sem komu að endurskoðuninni. Hins vegar hef ég eftir Jóni að það hafi þvælst fyrir að menn voru sífellt með hugann ýmist límdan við Ólaf Ragnar Grímsson og málskotsréttinn eða Davíð Oddsson og skipan dómara í embætti. - Ábyrgðarleysið og sérhagsmunagæslan er söm við sig. Í einu orði, vanhæfnin. Enda segir í greinargerð með frumvarpi til laga um stjórnlagaþing: "Í ljósi þess að stjórnmálaflokkunum hefur ekki tekist að ná samstöðu um nauðsynlegar breytingar á núgildandi stjórnarskrá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, er lagt til að stofnað verði til sérstaks stjórnlagaþings með þjóðkjörnum fulltrúum sem verði falið þetta mikilvæga verkefni." Látum ekki skemmdarvarga eyðileggja stjórnlagaþingið. Vöndum okkur við að velja frambjóðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var gott að fá Óla Björn Kárason í Silfur Egils um helgina, eina þingmanninn sem greiddi atkvæði á móti lögunum um stjórnlagaþing. Óli færði í orð það sem mörgum er ofarlega í huga, að hann hygðist vinna að því að eyðileggja stjórnlagaþingið. Hann vill vinna gegn markmiði og tilgangi þingsins. Svo vel vill til, fyrir Óla Björn, að í framboði eru fulltrúar sem vilja einmitt vinna að því sama, það er að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni. Óli ætlar að mæta á kjörstað til þess að kjósa þá. Það er vandasamt að byggja upp og skapa, en auðvelt að rífa niður og eyðileggja. Á stjórnlagþingi þurfa skemmdarvargar ekkert annað að gera en þvælast fyrir. - Kjósendur ættu að hafa það í huga. Til þess að komast að þeirri niðurstöðu að engar breytingar þyrfti að gera á stjórnarskránni, þurfti Óli Björn bæði að líta framhjá staðreyndum og fara með fleipur. Hvort tveggja reyndist honum létt verk. Óli sagðist hneykslaður á þeirri vanvirðingu sem fólk sýndi stjórnarskránni, það ætti að vaða yfir hana á skítum skónum, og hreinlega brjóta hana með því að breyta henni á þann hátt sem fyrirhugað er. Óli vildi samt láta það liggja milli hluta! Við nánari umhugsun er það skiljanlegt. Óþarfi er að fjölyrða um aðferðina við fyrirhugaðar breytingarnar á stjórnarskránni. Þar er ekkert stjórnarskrárbrot á ferð. Alþingi mun samþykkja breytingarnar á tveimur þingum með kosningum á milli, og sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kemur síðan úr hörðust átt þegar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslast á því að stjórnarskránni sé sýnd vanvirðing. Enginn flokkur hefur rangtúlkað stjórnarskrána, vísvitandi, jafnherfilega og sá flokkur. Ekki þarf annað en vísa til 26. greinar í því sambandi. Flokkur Óla Björns hafði það einfaldlega þannig - eftir pólitískum hentugleika - að sú grein þýddi ekki það sem hún þýddi samkvæmt orðanna hljóðan, heldur eitthvað allt annað. - Þarna væri raunar komið tilefni út af fyrir sig til endurskoðunar, ef ekki væri um að ræða atburð sem fól í sér svívirðilega aðför að stjórnarskránni. Hávær krafa um endurskoðun stjórnarskrárinnar er til komin vegna þess almenningur vill geta ákveðið, skilið og virt þau grundvallarlög sem íslenskt samfélag er reist á, og varið þau gegn yfirgangi gamalgróinna valdastofnanna og valdafíkla. Yfirgangi þeirra sem engar breytingar vilja sjá á stjórnarskránni, engar breytingar vilja gera á samfélaginu þótt landinu hafi verið stefnt í pólitískt og efnahagslegt þrot. Óli Björn gerði mikið úr því að mörgum greinum hefði verið breytt eða bætt í stjórnarskrárna. Það er út af fyrir sig rétt. Hins vegar leit hann framhjá þeirri staðreynd og afneitaði, að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aldrei farið fram. Sú samstaða sem náðist á Alþingi um lýðveldisstjórnarskrána árið 1944 hvíldi einmitt á þeim sameiginlega skilningi að heildarendurskoðun á henni færi fram við fyrsta tækifæri. Eða, eins og segir í áliti svonefndrar milliþinganefndar frá þeim tíma: "[...] Má ætla að það starf verði öllu víðtækara og þurfi þar til að afla ýmissa gagna er nú liggja eigi fyrir, svo sem að gaumgæfa reynsu þá, er lýðræðisþjóðir heimsins óefað öðlast í þessum efnum á þeim tímum, sem nú líða yfir mannkynið. Þangað til því verki yrði lokið, ætti sú stjórnarskrá sem hér er lögð fram, að nægja, enda eru ákvæði hennar mestmegnis þau, er nú gilda í stjórnskipunarlögum hins íslenska ríkis, að breyttu hinu æðsta stjórnarformi, frá konungdæmi til lýðveldis [...]." Nokkrar atrennur hafa verið gerðar að þessari heildarendurskoðun, en þær hafa allar mistekist. Ástæðan er sú að stjórnmálaflokkarnir hafa alltaf, þegar til hefur átt að taka, tekið sérhagsmuni sína fram yfir almannahagsmuni, til stórskaða fyrir almenning og samfélagið allt. Síðast var gerð tilraun til endurskoðunar árið 2005, undir forsæti Jóns Kristjánssonar. Margar góðar hugmyndir komu út úr því starfi, ekki síst frá sérfræðingum sem komu að endurskoðuninni. Hins vegar hef ég eftir Jóni að það hafi þvælst fyrir að menn voru sífellt með hugann ýmist límdan við Ólaf Ragnar Grímsson og málskotsréttinn eða Davíð Oddsson og skipan dómara í embætti. - Ábyrgðarleysið og sérhagsmunagæslan er söm við sig. Í einu orði, vanhæfnin. Enda segir í greinargerð með frumvarpi til laga um stjórnlagaþing: "Í ljósi þess að stjórnmálaflokkunum hefur ekki tekist að ná samstöðu um nauðsynlegar breytingar á núgildandi stjórnarskrá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, er lagt til að stofnað verði til sérstaks stjórnlagaþings með þjóðkjörnum fulltrúum sem verði falið þetta mikilvæga verkefni." Látum ekki skemmdarvarga eyðileggja stjórnlagaþingið. Vöndum okkur við að velja frambjóðendur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun