Rök Bjarna Benediktssonar 29. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar