Á stjórnlagaþing að fjalla um samband ríkis og kirkju? Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. nóvember 2010 11:15 Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar