Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Svavar Gestsson skrifar 1. júní 2010 08:58 Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun