Sinadráttur og gróðafíkn 27. júlí 2010 06:00 Fjöldi fólks sem á við fótakrampa og sinadrátt að stríða, ekki síst á nóttunni, hefur um langt árabil getað fengið lyf við þessu hjá sínum lækni. Það er gamla malaríulyfið, Kínin, sem reynst hefur býsna vel við þessu. Lengi vel var hægt að kaupa 100 mg töflur án lyfseðils, en læknir skrifaði upp á 250 mg töflur sem hefur reynst hæfilegur skammtur fyrir flesta. Nú brá svo við fyrir nokkrum vikum að Kínin Actavis-töflurnar fengust ekki lengur. Actavis hefur ákveðið að hætta framleiðslu lyfsins hér á landi. Enn eitt lyfið hvarf á þennan hátt, án nokkurs fyrirvara og sjaldnast nokkur skýring gefin. Það er þó talið að sambærilegt lyf muni verða flutt inn af sömu aðilum frá verksmiðjum þeirra í öðrum löndum, en fólk þarf að bíða í einhverjar vikur eða mánuði. Ekkert sambærilegt lyf er til við sinadrætti og mega þeir sem líða fyrir þetta hafa sinn sinadrátt, fótakrampa og andvökur af þeirra völdum. Þegar spurt er hvernig í ósköpunum standi á því að lyfjaframleiðandinn hagi sér svona, virðast læknar og lyfjafræðingar ekki hafa önnur svör en að lyfjaframleiðandinn Actavis græði ekki nóg á tilteknum lyfjum, en einhverjar hömlur eru á því hversu mikið lyfjaframleiðandinn fær að hækka verðið. Þetta er nefnilega alls ekkert einsdæmi heldur eru sennilega ekki færri en 30 lyf horfin úr apótekunum með þessum hætti á síðustu árum. Actavis hefur einhliða ákveðið að hætta framleiðslu þeirra hér á landi. Sjaldnast hafa nokkrar skýringar fylgt frá þessum alþjóðlega auðhring sem hefur einokunaraðstöðu hér á landi. Lyfin sem skyndilega hverfa úr hillum apótekanna á sama hátt og Kínin nú, hafa alltaf verið tiltölulega ódýr lyf. Þessi lyf eru úr ýmsum flokkum, til dæmis sýklalyf, blóðþrýstingslyf og þunglyndislyf. Allt hafa þetta verið lyf sem mikil og yfirleitt góð reynsla hefur verið komin á. Þetta hefur oft skapað veruleg vandræði hjá fjölda sjúklinga. Um þetta hefur verið umræða á meðal sjúklinga, lækna og lyfjafræðinga í apótekum og merkilegt að hún skuli ekki hafa náð til fjölmiðla. En aðferð Actavis hefur verið sú að láta þó nokkurn tíma líða áður en leyst er úr vandanum með því að hefja innflutning á sambærilegu lyfi. En þegar samheitalyfið kemur að utan, þá er það minnst tvöfalt dýrara og allt upp í fimm sinnum dýrara! Alvanalegt hefur verið síðustu mánuði og ár að fjöldi nauðsynlegra lyfja sé ekki fáanlegur. Þau er „á bið“ eins og það er kallað. Nýjast dæmið er frá 1. júlí. Sýklalyfið Staklox, sem er breiðvirkt penicillin með sérstaklega góða verkun á stafylokokka eins og nafnið bendir til. Það er mikið notað við sýkingum í og undir húð, líka af völdum streptokokka og algengt dæmi er í sambandi við heimakomu, sem getur verið alvarleg sýking. Staklox er kjörlyf í þessu sambandi og mikill missir að því. Áður var Diclocil til með sama innihaldsefni en innflutningi á því var hætt fyrr nokkru. Ber Lyfjastofnun ekki ábyrgð á því að nauðsynleg lyf séu fyrir hendi? Lyfjaauðhringarnir virðast ekki bera neina ábyrgð nema gagnvart hluthöfunum og þar er rauði þráðurinn að skapa eigendum sem mestan gróða. Ekkert annað kemur til álita á þeim bæ. Samfélagsleg ábyrgð takmarkast við góðgerðir sem nefna má á tyllidögum. Forsaga málsins er í örstuttu máli sú að Lyfjaverslun ríkisins, traust fyrirtæki sem framleiddi fjölda nauðsynlegra lyfja var einkavætt. Í kjölfar þess tókst einum aðila, Actavis, smám saman að sölsa undir sig nær alla lyfjaframleiðslu á Íslandi. Síðan hefur fyrirtækið verið að hagræða til að auka gróða sinn. Það er líkast því að við stjórn á þeim bæ sitji viðskiptafræðingur sem fari yfir framleiðslulistana, og velji úr þau lyf sem skila minnstum gróða, og striki einfaldlega yfir þau, alveg án tillits til hagsmuna sjúklinga og samfélagsins. Eru ekki líka einhverjir að missa vinnuna sem áður unnu við þessa framleiðslu? Hvernig má það vera að Lyfjastofnun, heilbrigðisráðuneyti og aðrir ábyrgir aðilar horfi upp á þetta háttalag aðgerðarlausir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks sem á við fótakrampa og sinadrátt að stríða, ekki síst á nóttunni, hefur um langt árabil getað fengið lyf við þessu hjá sínum lækni. Það er gamla malaríulyfið, Kínin, sem reynst hefur býsna vel við þessu. Lengi vel var hægt að kaupa 100 mg töflur án lyfseðils, en læknir skrifaði upp á 250 mg töflur sem hefur reynst hæfilegur skammtur fyrir flesta. Nú brá svo við fyrir nokkrum vikum að Kínin Actavis-töflurnar fengust ekki lengur. Actavis hefur ákveðið að hætta framleiðslu lyfsins hér á landi. Enn eitt lyfið hvarf á þennan hátt, án nokkurs fyrirvara og sjaldnast nokkur skýring gefin. Það er þó talið að sambærilegt lyf muni verða flutt inn af sömu aðilum frá verksmiðjum þeirra í öðrum löndum, en fólk þarf að bíða í einhverjar vikur eða mánuði. Ekkert sambærilegt lyf er til við sinadrætti og mega þeir sem líða fyrir þetta hafa sinn sinadrátt, fótakrampa og andvökur af þeirra völdum. Þegar spurt er hvernig í ósköpunum standi á því að lyfjaframleiðandinn hagi sér svona, virðast læknar og lyfjafræðingar ekki hafa önnur svör en að lyfjaframleiðandinn Actavis græði ekki nóg á tilteknum lyfjum, en einhverjar hömlur eru á því hversu mikið lyfjaframleiðandinn fær að hækka verðið. Þetta er nefnilega alls ekkert einsdæmi heldur eru sennilega ekki færri en 30 lyf horfin úr apótekunum með þessum hætti á síðustu árum. Actavis hefur einhliða ákveðið að hætta framleiðslu þeirra hér á landi. Sjaldnast hafa nokkrar skýringar fylgt frá þessum alþjóðlega auðhring sem hefur einokunaraðstöðu hér á landi. Lyfin sem skyndilega hverfa úr hillum apótekanna á sama hátt og Kínin nú, hafa alltaf verið tiltölulega ódýr lyf. Þessi lyf eru úr ýmsum flokkum, til dæmis sýklalyf, blóðþrýstingslyf og þunglyndislyf. Allt hafa þetta verið lyf sem mikil og yfirleitt góð reynsla hefur verið komin á. Þetta hefur oft skapað veruleg vandræði hjá fjölda sjúklinga. Um þetta hefur verið umræða á meðal sjúklinga, lækna og lyfjafræðinga í apótekum og merkilegt að hún skuli ekki hafa náð til fjölmiðla. En aðferð Actavis hefur verið sú að láta þó nokkurn tíma líða áður en leyst er úr vandanum með því að hefja innflutning á sambærilegu lyfi. En þegar samheitalyfið kemur að utan, þá er það minnst tvöfalt dýrara og allt upp í fimm sinnum dýrara! Alvanalegt hefur verið síðustu mánuði og ár að fjöldi nauðsynlegra lyfja sé ekki fáanlegur. Þau er „á bið“ eins og það er kallað. Nýjast dæmið er frá 1. júlí. Sýklalyfið Staklox, sem er breiðvirkt penicillin með sérstaklega góða verkun á stafylokokka eins og nafnið bendir til. Það er mikið notað við sýkingum í og undir húð, líka af völdum streptokokka og algengt dæmi er í sambandi við heimakomu, sem getur verið alvarleg sýking. Staklox er kjörlyf í þessu sambandi og mikill missir að því. Áður var Diclocil til með sama innihaldsefni en innflutningi á því var hætt fyrr nokkru. Ber Lyfjastofnun ekki ábyrgð á því að nauðsynleg lyf séu fyrir hendi? Lyfjaauðhringarnir virðast ekki bera neina ábyrgð nema gagnvart hluthöfunum og þar er rauði þráðurinn að skapa eigendum sem mestan gróða. Ekkert annað kemur til álita á þeim bæ. Samfélagsleg ábyrgð takmarkast við góðgerðir sem nefna má á tyllidögum. Forsaga málsins er í örstuttu máli sú að Lyfjaverslun ríkisins, traust fyrirtæki sem framleiddi fjölda nauðsynlegra lyfja var einkavætt. Í kjölfar þess tókst einum aðila, Actavis, smám saman að sölsa undir sig nær alla lyfjaframleiðslu á Íslandi. Síðan hefur fyrirtækið verið að hagræða til að auka gróða sinn. Það er líkast því að við stjórn á þeim bæ sitji viðskiptafræðingur sem fari yfir framleiðslulistana, og velji úr þau lyf sem skila minnstum gróða, og striki einfaldlega yfir þau, alveg án tillits til hagsmuna sjúklinga og samfélagsins. Eru ekki líka einhverjir að missa vinnuna sem áður unnu við þessa framleiðslu? Hvernig má það vera að Lyfjastofnun, heilbrigðisráðuneyti og aðrir ábyrgir aðilar horfi upp á þetta háttalag aðgerðarlausir?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun