Þjóð andspænis foringja(r)æði Gunnar Hersveinn skrifar 22. nóvember 2010 18:45 Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni núna og ekki seinna en það. Ástæðan er sú að í undanfarin áratug hefur landinu verið stjórnað af örfáum körlum og þjóðin hefur glatað sambandi sínu við stjórnarskrána. Foringja(r)æði hefur ríkt, oddvitaræði eða með öðrum orðum: örfáir valdamenn hafa ráðið næstum öllu þinginu og stjórnmálaflokkunum. Hvað lög eru sett og hvernig þau eru framkvæmd. Þetta er ekki bara fullyrðing heldur er nú staðfest í rannsóknarskýrslum Alþingis og skýrslu alþingismanna sjálfra. Einhver gæti sagt að vel sé hægt að búa áfram við þessa stjórnarskrá og hægt sé að lagafæra hana í rólegheitunum eftir því sem þarf. Það skipti engu máli þótt fyrstu tvær síðurnar séu lagðar undir forsetann, mannréttindakaflinn sé aftarlega og ekki sé þess getið að valdið komi frá fólkinu. En svo er ekki. Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni til að þjóðin eignist á ný lifandi samband við grundvallarlögin. Þetta er ekki breyting breytinganna vegna heldur viðleitni til að byrja upp á nýtt með betri huga. Sá sem hefur lent í því að vera fluttur í sjúkrabíl með blikkandi sírenur og endurlífgaður á síðustu sekúndunni, heitir sér því að breyta líferni sínu. Hann endurskoðar venjur sínar og lífsreglur. Hann setur væntanlega heilsuna fremst og kærleikann til annarra. Hið sama gerir þjóð sem féll fram af hengifluginu. Hún endurskoðar stjórnarskrána sína, bætir í, þéttir og endurraðar til að draga úr líkum á að fáræði ráði aftur för. Hún heitir sér því að efla vald almennings og skapa skilyrði til að hægt sé að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlustum ekki á úrtöluraddir eða þá sem tala gegn breytingum. Hlustum ekki á þá sem engu vilja breyta, þeir styðja gamla valdið og kerfið og vilja ekki breyta líferni sínu. Breyta þarf andanum í stjórnarskránni, þannig að hann verði aftur andi þjóðarinnar en ekki valdsins. Styrkja þarf hlut almennings, bæta virðingu hans og auka ábyrgð þeirra sem fara tímabundið með valdið fyrir þjóðina. Styrkja þarf hlut náttúru og auðlinda landsins í stjórnarskránni, svo tryggt sé að sölumenn eyðileggingarinnar geti ekki öðlast vald yfir gersemum landsins og svipt næstu kynslóðir fegurðinni. Enginn þarf að óttast það að fulltrúar þjóðarinnar í stað fulltrúa stjórnmálaflokka fái tækifæri til að leggja til breytingar á stjórnarskrá Íslands. Enginn þarf að óttast þótt valdmörk Alþingis verði skýrari og sterkari gagnvart framkvæmdavaldinu. Traust á Alþingi getur aðeins vaxið. Margt mjög frambærilegt fólk býður sig fram í það starf að eiga samtal um drög að nýrri stjórnarskrá, leggja fram drög að frumvarpi. Það mun vinna að þessu verkefni af alúð. Ég gef kost á mér í þetta starf, ég er ekki nauðsynlegur í starfið fremur en neinn annar. Ég hef þekkingu á grunngildum Íslendinga og hef skrifað bækur um þau og tel af þeim sökum að sú þekking geti nýst. Niðurstaðan er að tækifærið er núna. Nýr tíðarandi lýðræðis, jafnaðar, sjálfbærni, jafnréttis, samvinnu, fjölskyldu, réttlætis og virðingar knýr á og sú viðleitni að vilja endurskoða stjórnarskrá Íslendinga er mikilvægur þáttur í því að varanleg breyting eigi sér stað. Spurningin er: Hvernig samfélag viljum við vera? Tvisvar voru þjóðfundir haldnir til að laða fram visku þjóðarinnar og tvisvar voru sömu gildin valin. Þjóðin vill sporna gegn spillingu og græðgi gamla tíðarandans og móta heiðarlegt samfélag. Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til að festa þjóðgildin í sessi? Meðal annars með því að þjóðin öll taki þátt í ferlinu og geri stjórnarskrána að leiðarljósi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni núna og ekki seinna en það. Ástæðan er sú að í undanfarin áratug hefur landinu verið stjórnað af örfáum körlum og þjóðin hefur glatað sambandi sínu við stjórnarskrána. Foringja(r)æði hefur ríkt, oddvitaræði eða með öðrum orðum: örfáir valdamenn hafa ráðið næstum öllu þinginu og stjórnmálaflokkunum. Hvað lög eru sett og hvernig þau eru framkvæmd. Þetta er ekki bara fullyrðing heldur er nú staðfest í rannsóknarskýrslum Alþingis og skýrslu alþingismanna sjálfra. Einhver gæti sagt að vel sé hægt að búa áfram við þessa stjórnarskrá og hægt sé að lagafæra hana í rólegheitunum eftir því sem þarf. Það skipti engu máli þótt fyrstu tvær síðurnar séu lagðar undir forsetann, mannréttindakaflinn sé aftarlega og ekki sé þess getið að valdið komi frá fólkinu. En svo er ekki. Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni til að þjóðin eignist á ný lifandi samband við grundvallarlögin. Þetta er ekki breyting breytinganna vegna heldur viðleitni til að byrja upp á nýtt með betri huga. Sá sem hefur lent í því að vera fluttur í sjúkrabíl með blikkandi sírenur og endurlífgaður á síðustu sekúndunni, heitir sér því að breyta líferni sínu. Hann endurskoðar venjur sínar og lífsreglur. Hann setur væntanlega heilsuna fremst og kærleikann til annarra. Hið sama gerir þjóð sem féll fram af hengifluginu. Hún endurskoðar stjórnarskrána sína, bætir í, þéttir og endurraðar til að draga úr líkum á að fáræði ráði aftur för. Hún heitir sér því að efla vald almennings og skapa skilyrði til að hægt sé að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlustum ekki á úrtöluraddir eða þá sem tala gegn breytingum. Hlustum ekki á þá sem engu vilja breyta, þeir styðja gamla valdið og kerfið og vilja ekki breyta líferni sínu. Breyta þarf andanum í stjórnarskránni, þannig að hann verði aftur andi þjóðarinnar en ekki valdsins. Styrkja þarf hlut almennings, bæta virðingu hans og auka ábyrgð þeirra sem fara tímabundið með valdið fyrir þjóðina. Styrkja þarf hlut náttúru og auðlinda landsins í stjórnarskránni, svo tryggt sé að sölumenn eyðileggingarinnar geti ekki öðlast vald yfir gersemum landsins og svipt næstu kynslóðir fegurðinni. Enginn þarf að óttast það að fulltrúar þjóðarinnar í stað fulltrúa stjórnmálaflokka fái tækifæri til að leggja til breytingar á stjórnarskrá Íslands. Enginn þarf að óttast þótt valdmörk Alþingis verði skýrari og sterkari gagnvart framkvæmdavaldinu. Traust á Alþingi getur aðeins vaxið. Margt mjög frambærilegt fólk býður sig fram í það starf að eiga samtal um drög að nýrri stjórnarskrá, leggja fram drög að frumvarpi. Það mun vinna að þessu verkefni af alúð. Ég gef kost á mér í þetta starf, ég er ekki nauðsynlegur í starfið fremur en neinn annar. Ég hef þekkingu á grunngildum Íslendinga og hef skrifað bækur um þau og tel af þeim sökum að sú þekking geti nýst. Niðurstaðan er að tækifærið er núna. Nýr tíðarandi lýðræðis, jafnaðar, sjálfbærni, jafnréttis, samvinnu, fjölskyldu, réttlætis og virðingar knýr á og sú viðleitni að vilja endurskoða stjórnarskrá Íslendinga er mikilvægur þáttur í því að varanleg breyting eigi sér stað. Spurningin er: Hvernig samfélag viljum við vera? Tvisvar voru þjóðfundir haldnir til að laða fram visku þjóðarinnar og tvisvar voru sömu gildin valin. Þjóðin vill sporna gegn spillingu og græðgi gamla tíðarandans og móta heiðarlegt samfélag. Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til að festa þjóðgildin í sessi? Meðal annars með því að þjóðin öll taki þátt í ferlinu og geri stjórnarskrána að leiðarljósi sínu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun