Staksteinn 10. júlí 2010 06:00 Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar