Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2010 18:20 Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum. Skroll-Fréttir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira