Sitjum heima 5. mars 2010 16:56 Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun