Er landinu svona illa stjórnað? Björn B. Björnsson skrifar 25. nóvember 2010 04:45 Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til. Þannig er um þá tillögu menntamálaráðuneytis fyrir næsta ár, að halda áfram 25% niðurskurði kvikmyndasjóða sem farið var út í á síðasta ári. Allir geta gert sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag niðurskurður af þessari stærðargráðu væri nokkurri atvinnugrein, framtíðarmöguleikum hennar og fólkinu sem í greininni starfar. En látum það allt vera ef hægt væri að taka þá peninga sem sparast og nota t.d. í heilsugæslu. En það er ekki hægt. Ástæðan er sú að 250 milljóna niðurskurður til kvikmyndasjóða minnkar umsvifin í kvikmyndaiðnaðinum um einn milljarð króna og tekjur ríkisins af þessari atvinnustarfsemi minnka um meira en 250 milljónir. Sparnaðurinn er með öðrum orðum enginn! Þvert á móti tapar ríkið peningum á þessari ráðstöfun, peningum sem t.d. mætti nota í heilsugæsluna. Á síðasta hausti þegar þessi áform voru uppi hvöttu kvikmyndagerðarmenn til þess að ráðuneytið eða fjárlaganefnd skoðuðu málið betur og bentu á fordæmi Íra sem einnig eiga í miklum hremmingum en féllu frá áformum um verulegan niðurskurð til kvikmyndasjóða eftir að þingnefnd skoðaði málið og komst að því að slíkur niðurskurður borgaði sig alls ekki. Hér á Íslandi var málið ekki skoðað heldur var ákvörðunin tekin án þess að aflað væri upplýsinga um afleiðingarnar. Eftir þá niðurstöðu gengust samtök kvikmyndagerðarmanna fyrir umfangsmikilli könnun þar sem fjármál kvikmyndaiðnaðarins síðastliðin fjögur ár voru kortlögð. Yfir 80% allra kvikmyndaverka sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum voru sett inn í gagnagrunninn sem þýðir að upplýsingarnar eru tölfræðilega afar áreiðanlegar. Niðurstaðan birtist í „Rauðu skýrslunni" svonefndu sem sýnir með óyggjandi hætti að þessi skertu framlög til kvikmyndasjóða leiða til þess að tekjutap ríkisins verður meira en þeir fjármunir sem sparast. Niðurskurður kvikmyndasjóða skaðar sem sagt fjárhag ríkisins og sparar ekki neitt. Menntamálaráðuneytinu og fjárlaganefnd til afsökunar má segja að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta ári þegar niðurskurðurinn var ákveðinn - en þeirri afsökun er ekki til að dreifa nú. Þessi niðurskurður kemur vissulega fram sem lækkun á útgjöldum menntamálaráðuneytis en tekjur fjármálaráðuneytis minnka enn meira. Hér er því á ferðinni vitleysisgangur sem skilar samfélaginu engum ávinningi - en veldur verulegum skaða. Skaðinn er m.a. sá að við missum 200 störf í nýsköpunariðnaði sem ungt fólk sækist eftir að vinna í. Iðnaði sem vinnur með íslenskt hugvit og hæfileika við að skapa menningarafurðir sem eiga markað um allan heim. Menningarlegi skaðinn til skamms tíma er sá að við fáum aldrei að sjá fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir, fjórar kvikmyndir, og yfir tuttugu heimildarmyndir. Langtímaáhrifin eru að kyrkja vöxt og viðgang þeirrar íslensku listgreinar sem talar tungumál myndarinnar sem allir jarðarbúar horfa á í margar klukkustundir á dag. Efnahagslegi skaðinn er einnig verulegur því kvikmyndaiðnaður á Íslandi getur veitt þúsundum manna atvinnu og aflað mikilla gjaldeyristekna - fyrir utan að efla og styrkja ferðaþjónustuna. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvernig sú ráðstöfun að skera kvikmyndagerðina niður, langt umfram allar aðrar listgreinar, geti þjónað hagsmunum Íslands þegar sparnaðurinn er enginn en skaðinn verulegur. Ríkisstjórnin segist hafa þá stefnu að efla mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem stór hluti kostnaðar sé launagreiðslur. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna, og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Ef landinu er nú stjórnað, á öðrum sviðum, af sama skeytingarleysi um staðreyndir máls og landsins hag, eins og hér er verið að gera, er óhætt að biðja guði allra trúarbragða að blessa Ísland - og mun ekki duga til. Það er nú í höndum Alþingis hvort málið fái þá meðferð að verða skoðað áður en ákvörðun er tekin (eins og írska þingið gerði) eða hvort sömu vitleysunni verði haldið áfram að óathuguðu máli til verulegs tjóns fyrir menningu okkar og efnahag. P.S.: Kvikmyndaiðnaðurinn á Írlandi er eini iðnaðurinn sem gengur vel í kreppunni þar og er talinn munu velta um 24 milljörðum á þessu ári samanborið við 8 milljarða í fyrra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til. Þannig er um þá tillögu menntamálaráðuneytis fyrir næsta ár, að halda áfram 25% niðurskurði kvikmyndasjóða sem farið var út í á síðasta ári. Allir geta gert sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag niðurskurður af þessari stærðargráðu væri nokkurri atvinnugrein, framtíðarmöguleikum hennar og fólkinu sem í greininni starfar. En látum það allt vera ef hægt væri að taka þá peninga sem sparast og nota t.d. í heilsugæslu. En það er ekki hægt. Ástæðan er sú að 250 milljóna niðurskurður til kvikmyndasjóða minnkar umsvifin í kvikmyndaiðnaðinum um einn milljarð króna og tekjur ríkisins af þessari atvinnustarfsemi minnka um meira en 250 milljónir. Sparnaðurinn er með öðrum orðum enginn! Þvert á móti tapar ríkið peningum á þessari ráðstöfun, peningum sem t.d. mætti nota í heilsugæsluna. Á síðasta hausti þegar þessi áform voru uppi hvöttu kvikmyndagerðarmenn til þess að ráðuneytið eða fjárlaganefnd skoðuðu málið betur og bentu á fordæmi Íra sem einnig eiga í miklum hremmingum en féllu frá áformum um verulegan niðurskurð til kvikmyndasjóða eftir að þingnefnd skoðaði málið og komst að því að slíkur niðurskurður borgaði sig alls ekki. Hér á Íslandi var málið ekki skoðað heldur var ákvörðunin tekin án þess að aflað væri upplýsinga um afleiðingarnar. Eftir þá niðurstöðu gengust samtök kvikmyndagerðarmanna fyrir umfangsmikilli könnun þar sem fjármál kvikmyndaiðnaðarins síðastliðin fjögur ár voru kortlögð. Yfir 80% allra kvikmyndaverka sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum voru sett inn í gagnagrunninn sem þýðir að upplýsingarnar eru tölfræðilega afar áreiðanlegar. Niðurstaðan birtist í „Rauðu skýrslunni" svonefndu sem sýnir með óyggjandi hætti að þessi skertu framlög til kvikmyndasjóða leiða til þess að tekjutap ríkisins verður meira en þeir fjármunir sem sparast. Niðurskurður kvikmyndasjóða skaðar sem sagt fjárhag ríkisins og sparar ekki neitt. Menntamálaráðuneytinu og fjárlaganefnd til afsökunar má segja að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta ári þegar niðurskurðurinn var ákveðinn - en þeirri afsökun er ekki til að dreifa nú. Þessi niðurskurður kemur vissulega fram sem lækkun á útgjöldum menntamálaráðuneytis en tekjur fjármálaráðuneytis minnka enn meira. Hér er því á ferðinni vitleysisgangur sem skilar samfélaginu engum ávinningi - en veldur verulegum skaða. Skaðinn er m.a. sá að við missum 200 störf í nýsköpunariðnaði sem ungt fólk sækist eftir að vinna í. Iðnaði sem vinnur með íslenskt hugvit og hæfileika við að skapa menningarafurðir sem eiga markað um allan heim. Menningarlegi skaðinn til skamms tíma er sá að við fáum aldrei að sjá fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir, fjórar kvikmyndir, og yfir tuttugu heimildarmyndir. Langtímaáhrifin eru að kyrkja vöxt og viðgang þeirrar íslensku listgreinar sem talar tungumál myndarinnar sem allir jarðarbúar horfa á í margar klukkustundir á dag. Efnahagslegi skaðinn er einnig verulegur því kvikmyndaiðnaður á Íslandi getur veitt þúsundum manna atvinnu og aflað mikilla gjaldeyristekna - fyrir utan að efla og styrkja ferðaþjónustuna. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvernig sú ráðstöfun að skera kvikmyndagerðina niður, langt umfram allar aðrar listgreinar, geti þjónað hagsmunum Íslands þegar sparnaðurinn er enginn en skaðinn verulegur. Ríkisstjórnin segist hafa þá stefnu að efla mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem stór hluti kostnaðar sé launagreiðslur. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna, og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Ef landinu er nú stjórnað, á öðrum sviðum, af sama skeytingarleysi um staðreyndir máls og landsins hag, eins og hér er verið að gera, er óhætt að biðja guði allra trúarbragða að blessa Ísland - og mun ekki duga til. Það er nú í höndum Alþingis hvort málið fái þá meðferð að verða skoðað áður en ákvörðun er tekin (eins og írska þingið gerði) eða hvort sömu vitleysunni verði haldið áfram að óathuguðu máli til verulegs tjóns fyrir menningu okkar og efnahag. P.S.: Kvikmyndaiðnaðurinn á Írlandi er eini iðnaðurinn sem gengur vel í kreppunni þar og er talinn munu velta um 24 milljörðum á þessu ári samanborið við 8 milljarða í fyrra.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun