Siðferði þjóðarinnar verður ekki breytt með stjórnarskrá Inga Lind Karlsdóttir skrifar 22. október 2010 10:40 Augljóst er að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt fyrir kjósendur að kynna sér hvað hver og einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins stendur fyrir. Slíkur er fjöldinn. Þar af leiðandi er ekki langsótt að spá því að fólk muni skipta frambjóðendum í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja gerbreyta stjórnarskránni af því að hún sé mjög gölluð og hins vegar þá sem telja hana ágæta fyrir sitt leyti en eru samþykkir því að margt megi endurskoða, sumu breyta og annað bæta. Undirrituð myndi flokkast í síðari hópinn. Það er þarft verk að endurskoða stjórnarskrána og breyta má mörgu, enda er þar enn að finna óskýrar greinar og jafnvel gamla, danska texta sem valda misskilningi, þrátt fyrir að menn hafi um dagana lagt sig fram um að gera á henni breytingar í sátt við meirihluta þjóðarinnar. Það er þó misskilningur að stjórnarskráin okkar sé ekkert annað en bein þýðing á þeirri dönsku. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bent á, hafa verið gerðar breytingar á íslensku stjórnarskránni að meðaltali einu sinni á áratug. Það verður að teljast býsna mikið. Þær breytingar hafa verið til bóta. Mannréttindakaflinn er skýrasta dæmið um það en einnig hafa verðar gerðar talsverðar breytingar á ýmsu sem snýr að Alþingi. Stjórnarskráin er ekki fornminjar, eins og sumir hafa gengið svo langt að halda fram. Mikilvægast er þó, í allri umræðu um stjórnarskrána, að tengja hana alls ekki við fall gjaldmiðilsins og bankanna. Efnahagshrunið á Íslandi er ekki stjórnarskránni að kenna og endurskoðun á henni þýðir ekki endurreisn samfélagsins. Siðferði þjóðarinnar og gildum hennar verður ekki breytt með stjórnarskrá. Margir hafa bent á ágæti bandarísku stjórnarskrárinnar en hafa ber í huga að hversu góð sem hún er, hefur t.d. spillingu ekki verið útrýmt í Bandaríkjunum, þrátt fyrir aðskilnað löggjafans og framkvæmdavaldsins. Að kosningum loknum kemur þingið svo saman, skipað 25 til 31 þingmanni sem gera má ráð fyrir að hafi svo ólíkar skoðanir á stjórnarskránni að þeir verða sumir hverjir á öndverðum meiði. Ég er ekki búin að semja stjórnarskrá í huganum og ég býð mig ekki fram á þetta þing með það að augnamiði að rífast við þá sem eru með aðrar hugmyndir en ég. Ég tel mig hins vegar þekkja nokkuð vel til sögunnar og hef kynnt mér stjórnskipun annarra ríkja. Þeir sem á þingið veljast verða allir að setjast niður með opnum hug og sameinast í góðum og skynsamlegum samræðum um stjórnarskrána. Markmiðið á að vera að bæta hana og það má alls ekki knýja pólitíska hugmyndafræði inn í hana. Mikill meirihluti þjóðarinnar verður að vera sáttur við breytingarnar. Vera má að sú gagnrýni sé réttmæt að nú sé ekki rétti tíminn til að eyða tíma og fjármunum í að endurskoða stjórnarskrána. Sú ákvörðun liggur þó fyrir og henni verður ekki breytt auðveldlega. Þess vegna er enn mikilvægara en nokkru sinni að vandað verði til verksins og fólk gefi sér eins góðan tíma og kostur er til að bræða saman ólík sjónarmið á þinginu. Verum raunsæ og gerum ráð fyrir að þingið starfi lengur en í þá tvo mánuði sem miðað hefur verið við hingað til. Ef vinnan misheppnast, hver höndin verður upp á móti annarri á þinginu og þingmenn í einstrengingslegum málflutningi alla daga, er betur heima setið en að af stað farið. Hundruð milljóna króna munu þar fara í súginn. Takist þessi vinna hins vegar vel og úr verður almennilegt frumvarp að góðri, heilsteyptri og skiljanlegri stjórnarskrá, sem Alþingi tekur svo til umfjöllunar, styrkist vonin um að íslenska þjóðin nái því jafnvægi sem hún leitar að núna. Þrátt fyrir áhyggjur sumra af fjölda frambjóðenda og framkvæmd kosninganna, ætla ég að halda áfram að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera óhætt ad fagna því að slíkur fjöldi vilji taka þátt. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla. Inga Lind Karlsdóttir frambjóðandi til stjórnlagaþings 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Stjórnlagaþing Stjórnarskrá Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Augljóst er að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt fyrir kjósendur að kynna sér hvað hver og einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins stendur fyrir. Slíkur er fjöldinn. Þar af leiðandi er ekki langsótt að spá því að fólk muni skipta frambjóðendum í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja gerbreyta stjórnarskránni af því að hún sé mjög gölluð og hins vegar þá sem telja hana ágæta fyrir sitt leyti en eru samþykkir því að margt megi endurskoða, sumu breyta og annað bæta. Undirrituð myndi flokkast í síðari hópinn. Það er þarft verk að endurskoða stjórnarskrána og breyta má mörgu, enda er þar enn að finna óskýrar greinar og jafnvel gamla, danska texta sem valda misskilningi, þrátt fyrir að menn hafi um dagana lagt sig fram um að gera á henni breytingar í sátt við meirihluta þjóðarinnar. Það er þó misskilningur að stjórnarskráin okkar sé ekkert annað en bein þýðing á þeirri dönsku. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bent á, hafa verið gerðar breytingar á íslensku stjórnarskránni að meðaltali einu sinni á áratug. Það verður að teljast býsna mikið. Þær breytingar hafa verið til bóta. Mannréttindakaflinn er skýrasta dæmið um það en einnig hafa verðar gerðar talsverðar breytingar á ýmsu sem snýr að Alþingi. Stjórnarskráin er ekki fornminjar, eins og sumir hafa gengið svo langt að halda fram. Mikilvægast er þó, í allri umræðu um stjórnarskrána, að tengja hana alls ekki við fall gjaldmiðilsins og bankanna. Efnahagshrunið á Íslandi er ekki stjórnarskránni að kenna og endurskoðun á henni þýðir ekki endurreisn samfélagsins. Siðferði þjóðarinnar og gildum hennar verður ekki breytt með stjórnarskrá. Margir hafa bent á ágæti bandarísku stjórnarskrárinnar en hafa ber í huga að hversu góð sem hún er, hefur t.d. spillingu ekki verið útrýmt í Bandaríkjunum, þrátt fyrir aðskilnað löggjafans og framkvæmdavaldsins. Að kosningum loknum kemur þingið svo saman, skipað 25 til 31 þingmanni sem gera má ráð fyrir að hafi svo ólíkar skoðanir á stjórnarskránni að þeir verða sumir hverjir á öndverðum meiði. Ég er ekki búin að semja stjórnarskrá í huganum og ég býð mig ekki fram á þetta þing með það að augnamiði að rífast við þá sem eru með aðrar hugmyndir en ég. Ég tel mig hins vegar þekkja nokkuð vel til sögunnar og hef kynnt mér stjórnskipun annarra ríkja. Þeir sem á þingið veljast verða allir að setjast niður með opnum hug og sameinast í góðum og skynsamlegum samræðum um stjórnarskrána. Markmiðið á að vera að bæta hana og það má alls ekki knýja pólitíska hugmyndafræði inn í hana. Mikill meirihluti þjóðarinnar verður að vera sáttur við breytingarnar. Vera má að sú gagnrýni sé réttmæt að nú sé ekki rétti tíminn til að eyða tíma og fjármunum í að endurskoða stjórnarskrána. Sú ákvörðun liggur þó fyrir og henni verður ekki breytt auðveldlega. Þess vegna er enn mikilvægara en nokkru sinni að vandað verði til verksins og fólk gefi sér eins góðan tíma og kostur er til að bræða saman ólík sjónarmið á þinginu. Verum raunsæ og gerum ráð fyrir að þingið starfi lengur en í þá tvo mánuði sem miðað hefur verið við hingað til. Ef vinnan misheppnast, hver höndin verður upp á móti annarri á þinginu og þingmenn í einstrengingslegum málflutningi alla daga, er betur heima setið en að af stað farið. Hundruð milljóna króna munu þar fara í súginn. Takist þessi vinna hins vegar vel og úr verður almennilegt frumvarp að góðri, heilsteyptri og skiljanlegri stjórnarskrá, sem Alþingi tekur svo til umfjöllunar, styrkist vonin um að íslenska þjóðin nái því jafnvægi sem hún leitar að núna. Þrátt fyrir áhyggjur sumra af fjölda frambjóðenda og framkvæmd kosninganna, ætla ég að halda áfram að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera óhætt ad fagna því að slíkur fjöldi vilji taka þátt. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla. Inga Lind Karlsdóttir frambjóðandi til stjórnlagaþings 2011
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun