Skoðun

Hvað þarf að gerast?

Tryggvi Gíslason skrifar
Hvað þarf að gerast til þess augu alþingismanna opnist og þeir taki höndum saman og leysi vanda þjóðarinnar? Þurfa 200 læknar að flytjast burtu af landinu? Þarf að bjóða upp 2.000 íbúðir á einum mánuði? Þurfa 100 þúsund manns að koma saman í miðborg Reykjavíkur til að augu alþingismanna opnist?

Hvers vegna er ekki lagður skattur á inngreiðslur í lífseyrissjóði, skattur sem færir ríkissjóði tugmilljarða á ári meðan þörfin er mest? Í stað þess eru fjárveitingar til skóla og sjúkrastofnana skornar niður og atvinnuleysi og vanlíðan aukin.

Hvers vegna eru vextir ekki lækkaðir til þess að koma atvinnulífinu af stað? Hvers vegna er ekki ráðist í að fullvinna heima allan fiskaflann? Hvers vegna er ekki þegar í stað ráðist í að nýta alla gufu úr jarðvarmaveitum til þess að efla grænmetis- og ávaxtarækt í landinu?

Síðast en ekki síst: Hvers vegna er ekki helmingur af hagnaði nýju bankanna við yfirtöku gömlu bankanna notaður til þess að bjarga ungu fólki frá fjárhagslegu og tilfinningalegu gjaldþroti? Það eru þúsund leiðir til bjargar ef augu alþingismanna opnast - og þeir þora!




Skoðun

Sjá meira


×