Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA 27. ágúst 2010 05:00 Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar