Nafnleynd, peningar, stjórnmál 24. mars 2010 23:13 Reikningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti tilneyddur í byrjun vikunnar með upplýsingar um styrki til flokksins árin 2002 til 2006, sýna að tveir lögaðilar skera sig úr í rausnarskapnum: FL Group styrkti flokkinn um 30 milljónir en Landsbankinn um 44 milljónir. Þetta eru langhæstu tölur sem sést hafa um styrki einstakra lögaðila til íslensks stjórnmálaflokks. Samkvæmt tölunum sem birtar voru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 285 milljónir á þessum árum. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Margir sem styrktu flokkinn um milljónir óska nafnleyndar . Þarna eru engar tölur um styrki til landsfélaga eða aðildarfélaga flokksins. Ekki tölur um styrki til einstakra frambjóðenda. Fyrir tíu árum eða svo setti ég mig inn í deilur um fjármál stjórnmálaflokkanna og talaði meðal annars við Kristínu Sigurðardóttir sem verið hafði framkvæmdarstjóri Kvennalistans og Kjartan Gunnarsson framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Kvennalistinn vildi að fjármál flokkanna væru opinber en Kjartan Gunnarsson var harður á móti því. Árið 1995 hafði forsætisráðherra skipað nefnd stjórnmálaflokkanna um þetta málefni. Auk Kvennalistans hafði Þjóðvaki, flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, talað fyrir því á þingi að sett yrðu lög um fjármál flokkanna. Jóhanna átti eftir að flytja slíka tillögu margoft á þingi. Það tók nefnd forsætisráðherra heil fjögur ár að komast að þeirri sérkennilegu niðurstöðu að það væri „óæskilegt að afnema nafnleyndina". Fullyrt var að ef nafnleynd styrktaraðila yrði aflétt myndu frjáls framlög til flokkanna minnka og þeir yrðu þá háðari ríkisvaldinu. Það var talið slæmt. Einnig var lögð áhersla á að það væri réttur einstaklinga og félaga að styrkja tiltekin samtök án vitneskju annarra. Fulltrúi Kvennalista í nefndinni var ósammála þessari niðurstöðu. Þjóðvaki hafði ekki viljað tilnefna fulltrúa í hana. Fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags skrifuðu undir. Formaður nefndarinnar var Hreinn Loftsson lögfræðingur en Kjartan Gunnarsson sat þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Með því að skrifa undir álitið samþykktu „gömlu" flokkarnir fjórir að viðhalda óbreyttu ástandi. Kristín Sigurðardóttir sagði í viðtali við Spegilinn á RÚV haustið 1999 að nefndin hefði verið beitt miklum þrýstingi. Því hefði meðal annars verið hótað fella alfarið niður styrki ríkisins til flokkanna ef nefndarmenn samþykktu ekki nafnleyndina. Síðar sagði mér innanbúðarmanneskja úr Alþýðubandalaginu að sá flokkur hefði verið verið í veikri aðstöðu til að beita sér í málinu vegna þungra skuldabagga. Það er lærdómsríkt að kynnast stjórnmálamanninum Davíð Oddssyni í þessum deilum. Viðkvæði hans var jafnan: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að fela. Hann beitti sér af hörku í mörg misseri gegn tillögum Jóhönnu Sigurðardóttur um opinbert eftirlit með fjármögnun flokkanna. Við umræður á þingi í mars 1997 sagði hann að slíkar upplýsingar væru „trúnaðarsamband flokka og stuðningsmanna þeirra". Hann var líka alfarið á móti því að sett yrði þak á þá hámarksupphæð sem flokkarnir mættu nota í auglýsingar. Hann notaði grimmt þá aðferð að setja umræðuna í uppnám, sprengja hana bókstaflega upp þannig að enginn vissi lengur hvað var upp og niður. Þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt, slengdi hann allt í einu fram þeirri róttæku hugmynd að birta skyldi opinberlega skattaframtöl þingmanna og frambjóðenda. Morgunblaðið spyr í framhaldi af því foringjar annarra flokka hvort þeir hafi eitthvað á móti því. En Davíð fylgdi þessari hugmynd ekkert eftir og hefur sennilega aldrei ætlað að gera það. Henni var ætlað að dreifa athyglinni, breyta umræðunni. Í mars árið 2000 lagði Jóhanna í sjötta sinn fram frumvarp um eftirlit með fjármögnun flokkanna. Davíð fór mjög hörðum orðum á þingi um málflutning Jóhönnu. Þar dró hann, öllum að óvörum, Öryrkjabandalag Íslands inn í umræðuna og fullyrti að stjórnendur þess hefðu misnotað milljónir úr sjóðum bandlagsins í áróðursauglýsingar fyrir Samfylkinguna. Arnþór Helgason, fyrrum formaður Öryrkjabandalagsins, svaraði með lesendagrein 9. mars þar hann sagði forsætisráðherra reyna kæfa eðlilega og heiðarlega umræðu um fjármögnun flokkanna með dylgjum og hótunum. Í umræðum á þingi 2003 um sama mál tók Davíð því jafn illa og áður en kastaði svo allt í einu fram þeirri hugmynd að banna fyrirtækjum alfarið að styrkja stjórnmálaflokka. Morgunblaðið beindi athygli lesenda að þeirri hugmynd en Davíð, þessi miklu málafylgjumaður, fylgdi henni ekkert eftir. Rétt er að halda því til haga að sérfræðingar sem fjallað hafa um íslenska hrunið, til að mynda Kaarlo Jännäri, hafa haldið því fram að of náin tengsl íslensks stjórnmálalífs og viðskiptalífs hafi átt stóran þátt í hruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Reikningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti tilneyddur í byrjun vikunnar með upplýsingar um styrki til flokksins árin 2002 til 2006, sýna að tveir lögaðilar skera sig úr í rausnarskapnum: FL Group styrkti flokkinn um 30 milljónir en Landsbankinn um 44 milljónir. Þetta eru langhæstu tölur sem sést hafa um styrki einstakra lögaðila til íslensks stjórnmálaflokks. Samkvæmt tölunum sem birtar voru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 285 milljónir á þessum árum. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Margir sem styrktu flokkinn um milljónir óska nafnleyndar . Þarna eru engar tölur um styrki til landsfélaga eða aðildarfélaga flokksins. Ekki tölur um styrki til einstakra frambjóðenda. Fyrir tíu árum eða svo setti ég mig inn í deilur um fjármál stjórnmálaflokkanna og talaði meðal annars við Kristínu Sigurðardóttir sem verið hafði framkvæmdarstjóri Kvennalistans og Kjartan Gunnarsson framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Kvennalistinn vildi að fjármál flokkanna væru opinber en Kjartan Gunnarsson var harður á móti því. Árið 1995 hafði forsætisráðherra skipað nefnd stjórnmálaflokkanna um þetta málefni. Auk Kvennalistans hafði Þjóðvaki, flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, talað fyrir því á þingi að sett yrðu lög um fjármál flokkanna. Jóhanna átti eftir að flytja slíka tillögu margoft á þingi. Það tók nefnd forsætisráðherra heil fjögur ár að komast að þeirri sérkennilegu niðurstöðu að það væri „óæskilegt að afnema nafnleyndina". Fullyrt var að ef nafnleynd styrktaraðila yrði aflétt myndu frjáls framlög til flokkanna minnka og þeir yrðu þá háðari ríkisvaldinu. Það var talið slæmt. Einnig var lögð áhersla á að það væri réttur einstaklinga og félaga að styrkja tiltekin samtök án vitneskju annarra. Fulltrúi Kvennalista í nefndinni var ósammála þessari niðurstöðu. Þjóðvaki hafði ekki viljað tilnefna fulltrúa í hana. Fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags skrifuðu undir. Formaður nefndarinnar var Hreinn Loftsson lögfræðingur en Kjartan Gunnarsson sat þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Með því að skrifa undir álitið samþykktu „gömlu" flokkarnir fjórir að viðhalda óbreyttu ástandi. Kristín Sigurðardóttir sagði í viðtali við Spegilinn á RÚV haustið 1999 að nefndin hefði verið beitt miklum þrýstingi. Því hefði meðal annars verið hótað fella alfarið niður styrki ríkisins til flokkanna ef nefndarmenn samþykktu ekki nafnleyndina. Síðar sagði mér innanbúðarmanneskja úr Alþýðubandalaginu að sá flokkur hefði verið verið í veikri aðstöðu til að beita sér í málinu vegna þungra skuldabagga. Það er lærdómsríkt að kynnast stjórnmálamanninum Davíð Oddssyni í þessum deilum. Viðkvæði hans var jafnan: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að fela. Hann beitti sér af hörku í mörg misseri gegn tillögum Jóhönnu Sigurðardóttur um opinbert eftirlit með fjármögnun flokkanna. Við umræður á þingi í mars 1997 sagði hann að slíkar upplýsingar væru „trúnaðarsamband flokka og stuðningsmanna þeirra". Hann var líka alfarið á móti því að sett yrði þak á þá hámarksupphæð sem flokkarnir mættu nota í auglýsingar. Hann notaði grimmt þá aðferð að setja umræðuna í uppnám, sprengja hana bókstaflega upp þannig að enginn vissi lengur hvað var upp og niður. Þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt, slengdi hann allt í einu fram þeirri róttæku hugmynd að birta skyldi opinberlega skattaframtöl þingmanna og frambjóðenda. Morgunblaðið spyr í framhaldi af því foringjar annarra flokka hvort þeir hafi eitthvað á móti því. En Davíð fylgdi þessari hugmynd ekkert eftir og hefur sennilega aldrei ætlað að gera það. Henni var ætlað að dreifa athyglinni, breyta umræðunni. Í mars árið 2000 lagði Jóhanna í sjötta sinn fram frumvarp um eftirlit með fjármögnun flokkanna. Davíð fór mjög hörðum orðum á þingi um málflutning Jóhönnu. Þar dró hann, öllum að óvörum, Öryrkjabandalag Íslands inn í umræðuna og fullyrti að stjórnendur þess hefðu misnotað milljónir úr sjóðum bandlagsins í áróðursauglýsingar fyrir Samfylkinguna. Arnþór Helgason, fyrrum formaður Öryrkjabandalagsins, svaraði með lesendagrein 9. mars þar hann sagði forsætisráðherra reyna kæfa eðlilega og heiðarlega umræðu um fjármögnun flokkanna með dylgjum og hótunum. Í umræðum á þingi 2003 um sama mál tók Davíð því jafn illa og áður en kastaði svo allt í einu fram þeirri hugmynd að banna fyrirtækjum alfarið að styrkja stjórnmálaflokka. Morgunblaðið beindi athygli lesenda að þeirri hugmynd en Davíð, þessi miklu málafylgjumaður, fylgdi henni ekkert eftir. Rétt er að halda því til haga að sérfræðingar sem fjallað hafa um íslenska hrunið, til að mynda Kaarlo Jännäri, hafa haldið því fram að of náin tengsl íslensks stjórnmálalífs og viðskiptalífs hafi átt stóran þátt í hruninu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar