Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Sigurjón Þórðarson skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun