Af geðveiki og vangefni 30. september 2010 06:00 Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun