Stöndum saman – nýtum tækifærin Bjarni Benediktsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Við lok þessa árs má finna sterkt fyrir þeirri von hjá fólki að næsta ár geymi betri tíma. Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt. Ýmis mál voru gerð upp á árinu 2010. Fæst þeirra geyma góðan vitnisburð fyrir stjórnarflokkana. Það væri nær að segja að ríkisstjórnin hafi verið í samfelldum átökum við þjóðina. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins rann út í sandinn, næstum hver einasti kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana hafnaði niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og fjárlög byggðust á enn frekari álögum á heimili og fyrirtæki og niðurskurði sem ekkert samráð hafði verið haft um. Getuleysi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna skapaði ósætti í samfélaginu og margt fleira má tína til af þessum toga. Dapurleg mistökGott samstarf náðist á milli stjórnmálaflokka á Alþingi um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis. Vonandi leiðir það samstarf til bættra vinnubragða á þingi og í stjórnsýslunni. En dapurleg voru mistök meirihluta Alþingis sem ákvað að kalla saman landsdóm til að rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra og draga þar með stjórnmálin inn í réttarsal. Þau málalok voru Alþingi til minnkunar og skömm að atkvæðagreiðslu sumra þingmanna þar sem höggi var komið á pólitíska andstæðinga en eigin flokksmönnum hlíft. Þörf á styrkri stjórnÞrátt fyrir að liðið ár geymi fjölmörg dæmi um mistök, rangar áherslur og sundurlyndi er eina leiðin fram á við að láta ekki deigan síga. Við erfiðar aðstæður er sem aldrei fyrr þörf á sáttavilja, skýrri framtíðarsýn og bjartsýni um að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum. Staðreyndin er að við höfum öll færi á að skapa hér bjartari framtíð. Það er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Sundurlyndi á stjórnarheimilinu og ágreiningur um grundvallarmál, þar sem engin málamiðlun er í augsýn, eykur hins vegar á vandann einmitt þegar þörf var á styrkri stjórn og skýrri stefnu. Það er táknrænt fyrir það, hvernig ástandið er orðið, að helsta fréttaefni síðustu daga ársins er af átökum innan stjórnarliðsins og augljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Endurreisn á traustum grunniNæstu mánuðir verða afdrifaríkir um það, hvernig til tekst næstu árin við að bæta lífskjörin. Afar mikilvægt er að ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að endurreisn á traustum grunni. Eins er það grundvallaratriði að fjárfesting í atvinnulífinu hefjist, því með henni fylgir brýn atvinnu- og verðmætasköpun. Í efnahagsmálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að hlífa fólki og fyrirtækjum við frekari álögum, örva hagvöxt og styðja þá sem vilja láta til sín taka. Við trúum því að leiðin til þess að vinna bug á efnahagsvandanum sé að virkja alla til þátttöku. Leið ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn því miður orðið til þess að auka byrðar þeirra sem hafa það erfitt fyrir og gera þeim erfiðara fyrir sem vilja reyna að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám. Þannig dýpkar efnahagslægðin og dregst á langinn. Það er því óhjákvæmilegt að breyta um stefnu við stjórn landsins. Nýtum tækifærinVið búum í fámennu landi með tiltölulega einfalda atvinnuvegi. Lýðræðishefð er rík á Íslandi og okkur hefur tekist, þrátt fyrir ágreining um stefnu og áherslur, að tryggja miklar framfarir í þjóðlífinu. Sá árangur og reynsla getur reynst okkur mikilvægt veganesti ef við berum gæfu til að leysa úr læðingi það afl sem býr í fólkinu. Nú berast jákvæð tíðindi af ástandi fiskistofnanna í kringum landið, við eigum dýrmætar orkuauðlindir og þjóðin er vel menntuð. Það er því engum vafa undirorpið að allt það sem þarf til að binda skjótt enda á efnahagsþrengingarnar er til staðar. Nú þarf einungis að bretta upp ermar, ganga hreint til verks og nýta tækifærin. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lok þessa árs má finna sterkt fyrir þeirri von hjá fólki að næsta ár geymi betri tíma. Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt. Ýmis mál voru gerð upp á árinu 2010. Fæst þeirra geyma góðan vitnisburð fyrir stjórnarflokkana. Það væri nær að segja að ríkisstjórnin hafi verið í samfelldum átökum við þjóðina. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins rann út í sandinn, næstum hver einasti kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana hafnaði niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og fjárlög byggðust á enn frekari álögum á heimili og fyrirtæki og niðurskurði sem ekkert samráð hafði verið haft um. Getuleysi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna skapaði ósætti í samfélaginu og margt fleira má tína til af þessum toga. Dapurleg mistökGott samstarf náðist á milli stjórnmálaflokka á Alþingi um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis. Vonandi leiðir það samstarf til bættra vinnubragða á þingi og í stjórnsýslunni. En dapurleg voru mistök meirihluta Alþingis sem ákvað að kalla saman landsdóm til að rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra og draga þar með stjórnmálin inn í réttarsal. Þau málalok voru Alþingi til minnkunar og skömm að atkvæðagreiðslu sumra þingmanna þar sem höggi var komið á pólitíska andstæðinga en eigin flokksmönnum hlíft. Þörf á styrkri stjórnÞrátt fyrir að liðið ár geymi fjölmörg dæmi um mistök, rangar áherslur og sundurlyndi er eina leiðin fram á við að láta ekki deigan síga. Við erfiðar aðstæður er sem aldrei fyrr þörf á sáttavilja, skýrri framtíðarsýn og bjartsýni um að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum. Staðreyndin er að við höfum öll færi á að skapa hér bjartari framtíð. Það er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Sundurlyndi á stjórnarheimilinu og ágreiningur um grundvallarmál, þar sem engin málamiðlun er í augsýn, eykur hins vegar á vandann einmitt þegar þörf var á styrkri stjórn og skýrri stefnu. Það er táknrænt fyrir það, hvernig ástandið er orðið, að helsta fréttaefni síðustu daga ársins er af átökum innan stjórnarliðsins og augljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Endurreisn á traustum grunniNæstu mánuðir verða afdrifaríkir um það, hvernig til tekst næstu árin við að bæta lífskjörin. Afar mikilvægt er að ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að endurreisn á traustum grunni. Eins er það grundvallaratriði að fjárfesting í atvinnulífinu hefjist, því með henni fylgir brýn atvinnu- og verðmætasköpun. Í efnahagsmálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að hlífa fólki og fyrirtækjum við frekari álögum, örva hagvöxt og styðja þá sem vilja láta til sín taka. Við trúum því að leiðin til þess að vinna bug á efnahagsvandanum sé að virkja alla til þátttöku. Leið ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn því miður orðið til þess að auka byrðar þeirra sem hafa það erfitt fyrir og gera þeim erfiðara fyrir sem vilja reyna að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám. Þannig dýpkar efnahagslægðin og dregst á langinn. Það er því óhjákvæmilegt að breyta um stefnu við stjórn landsins. Nýtum tækifærinVið búum í fámennu landi með tiltölulega einfalda atvinnuvegi. Lýðræðishefð er rík á Íslandi og okkur hefur tekist, þrátt fyrir ágreining um stefnu og áherslur, að tryggja miklar framfarir í þjóðlífinu. Sá árangur og reynsla getur reynst okkur mikilvægt veganesti ef við berum gæfu til að leysa úr læðingi það afl sem býr í fólkinu. Nú berast jákvæð tíðindi af ástandi fiskistofnanna í kringum landið, við eigum dýrmætar orkuauðlindir og þjóðin er vel menntuð. Það er því engum vafa undirorpið að allt það sem þarf til að binda skjótt enda á efnahagsþrengingarnar er til staðar. Nú þarf einungis að bretta upp ermar, ganga hreint til verks og nýta tækifærin. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun