Mun eyða krónu Pawel Bartoszek skrifar 25. nóvember 2010 09:52 Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun