Mun eyða krónu Pawel Bartoszek skrifar 25. nóvember 2010 09:52 Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar