Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál 30. apríl 2010 09:28 Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar