Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara Sigurjón Kjartansson skrifar 18. maí 2010 09:18 Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar