Af hverju þessi hjarðmennska? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun