Ein níðlaus vika? Svavar Gestsson skrifar 18. júní 2010 06:00 Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar