
Aðildarumsókn er tímabær
Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta.
Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar.
Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast.
Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur.
Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar