Jónína Michaelsdóttir: Svokallaðir ráðherrar Jónína Michaelsdóttir skrifar 11. maí 2010 06:00 Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinumHeilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna." Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinirSitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkomandi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja „svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun