Að „þétta raðirnar“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 9. mars 2010 06:00 Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun