Sigþór Sigurðsson: Um vegatolla Sigþór Sigurðsson skrifar 10. apríl 2010 09:46 Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun