Sigþór Sigurðsson: Um vegatolla Sigþór Sigurðsson skrifar 10. apríl 2010 09:46 Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun