Sáttmáli um fullveldi og sjálfstæði Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2010 13:00 Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun